Óli Björn - Alltaf til hægri
Bakari, leikari og íhaldsmaður

Bakari, leikari og íhaldsmaður

November 22, 2019

Guðjón Sigurðsson bakarameistari var ekki hár í lofti en samsvaraði sér ágætlega, snaggaralegur og kvikur í hreyfingum, glaðlegur og hressilegur í framkomu, fundvís á spaugilegar hliðar lífsins. Einstakur sögumaður þar sem meðfæddir leikhæfileikar fengu útrás.

Guðjón fæddist á Mannskaðahóli í Hofshreppi 3. nóvember 1908. Hann átti og rak Sauðárkróksbakarí í áratugi. Guðjón bakari var leikari af guðs náð og átti góðar samvistir við leiklistargyðjuna, ekki síst þegar hann fékk að njóta sín í gamanleik. Þar fékk léttlyndi og kímnigáfa hans að njóta sín. En hann hafði alla tíð ákveðnar skoðanir á þjóðmálum og sjálfstæðismaður inn að beini og átti erfitt með að skilja hvernig nokkur maður gæti verið annað. 

Hér er sagt lítillega frá manni sem var af kynslóð sem lagði grunninn að því samfélagi velferðar sem Íslendingar búa við þrátt fyrir tímabundna erfiðleika. Hann byggði upp glæsilegt iðnfyrirtæki í litlu bæjarfélagi og lét ekki áföll drepa sig niður.

Sjálfstæði sveitarfélaga

Sjálfstæði sveitarfélaga

November 15, 2019

Reglu­lega koma fram hug­mynd­ir um að rétt sé og skylt að þvinga fá­menn sveit­ar­fé­lög til að sam­ein­ast öðrum. Lærðir og leikn­ir taka til máls og færa fyr­ir því (mis­jöfn) rök að það sé lífs­nauðsyn­legt að fækka sveit­ar­fé­lög­um til að ná fram hag­kvæmni stærðar­inn­ar. Til­lög­ur um fækk­un sveit­ar­fé­laga eru ekki frum­leg­ar enda byggj­ast þær á þeirri trú að það sem er lítið sé veik­b­urða og aumt en hið stóra og fjöl­menna sterkt og burðugt. Sem sagt: Stórt er betra en lítið og fjöl­menni er hag­kvæm­ara en fá­menni.

Leikreglurnar eru skakkar - það er vitlaust gefið

Leikreglurnar eru skakkar - það er vitlaust gefið

November 7, 2019

Það er eitthvað öfugsnúið við að fjárhagur ríkisfyrirtækis í samkeppnisrekstri vænkist með hverju árinu sem líður á sama tíma og mörg einkafyrirtæki berjast í bökkum. Leikreglurnar eru skakkar – það er vitlaust gefið. Það eru hins vegar litlar eða engar líkur á því að leikreglunum verði breytt á komandi árum, a.m.k. ekki þegar kemur að ríkisrekstri fjölmiðla. Öllum má vera það ljóst að yfirgnæfandi meirihluti þingmanna stendur dyggilega vörð um Ríkisútvarpið. 

 

Fábreytni og höft - frelsi og tækifæri

Fábreytni og höft - frelsi og tækifæri

November 2, 2019

Fyr­ir yngra fólk sem geng­ur að frels­inu sem vísu og tel­ur góð lífs­kjör sjálf­sögð er erfitt að skilja þjóðfé­lags­bar­átt­una sem oft var ill­víg, fyr­ir og eft­ir síðari heims­styrj­öld. Tek­ist var á um hug­mynda­fræði miðstýr­ing­ar og alræðis ann­ars veg­ar og at­hafna­frels­is ein­stak­ling­anna hins veg­ar. Þegar tveir ungir menn frá Sauðár­króki ákváðu að leggj­ast í víking til Kan­ada 1954 var flestu í íslensku efnahagslífi hand­stýrt af stjórn­völd­um. Atvinnulífið var fátæklegt og veikburða. Fjár­mála­markaður var ekki til og vext­ir voru ákveðnir af rík­is­stjórn. Gengi var mis­mun­andi eft­ir vör­um og svarta­markaður með gjald­eyri var í blóma. Flest var háð leyf­um og vöru­úr­val fá­tæk­legt.

Podbean App

Play this podcast on Podbean App