Óli Björn - Alltaf til hægri
Tug milljarða árleg sóun

Tug milljarða árleg sóun

November 22, 2020

Þrátt fyrir yfirlýst markmið um annað hefur regluvæðing atvinnulífsins í mörgum tilfellum dregið úr hagkvæmni, komið niður á virkri samkeppni og gengið gegn hagsmunum neytenda. Frumkvæði er ekki verðlaunuð og framtaksmaðurinn látinn þramma á milli Pílatusar og Heródesar til að afla sér tilskilinna leyfa fyrir atvinnurekstri. Ég hef orðað þetta sem svo að það sé erfiðara, vandasamara og tímafrekara fyrir atvinnurekendur að uppfylla kröfur hins opinbera en að sinna þörfum og óskum viðskiptavina.

Stjórnvöld sömdu á síðasta ári við OECD um sjálfstætt samkeppnismat á regluverki sem byggingastarfsemi og ferðaþjónusta er gert að starfa eftir. Matið var unnið í samvinnu við Samkeppniseftirlitið. Tillögur til breytinga eru ætlaðar að skapa sveigjanlegra umhverfi fyrir viðkomandi atvinnugrein, skapa fleiri störf og auka framleiðni og vöxt í hagkerfinu á næstu árum.

Með einföldun regluverks getum við bætt hag landsmanna um 16 milljarða á hverju einasta ári, ár eftir ár. Og þó væri ráðum OECD ekki fylgt nema að hluta.

Á bjargbrún hins lögmæta

Á bjargbrún hins lögmæta

November 19, 2020

Ég hef haft efa­semd­ir um að heil­brigðis­yf­ir­völd geti sótt rök­stuðning í sótt­varna­lög fyr­ir öll­um sín­um aðgerðum – óháð því hversu skyn­sam­leg­ar þær kunna að vera. Í besta falli eru yf­ir­völd kom­in á bjarg­brún hins lög­mæta.

Rauði þráður­inn í hug­mynda­bar­áttu okk­ar hægrimanna er mann­helgi ein­stak­lings­ins. Við lít­um svo á að and­legt og efna­hags­legt frelsi sé frumrétt­ur hvers og eins.

Grafið undan hornsteinum lýðræðis

Grafið undan hornsteinum lýðræðis

October 17, 2020

Lýðræðið hvíl­ir á mörg­um horn­stein­um. Mál­frelsi þar sem ólík­ar skoðanir tak­ast á er einn þess­ara steina. Friðsam­leg stjórn­ar­skipti að lokn­um opn­um og frjáls­um kosn­ing­um er ann­ar horn­steinn. Í Banda­ríkj­un­um og víða í öðrum lýðræðisríkjum er stöðugt grafið und­an þeim báðum og þannig verður sí­fellt hættu­legra að tapa kosn­ing­um.

Hafi sag­an kennt okk­ur eitt­hvað þá eru það þessi ein­földu sann­indi: Frelsi þrífst ekki án frjálsra og op­inna skoðana­skipta. En þrátt fyr­ir þenn­an lær­dóm virðast borg­ar­ar lýðræðis­ríkja ekki alltaf skynja þegar frels­inu er ógnað. Kannski er það vegna þess að ógn­vald­ur­inn skipt­ir stöðugt um and­lit, breyt­ir aðferðum og orðanotk­un. Kannski er sinnu­leysið af­leiðing vel­meg­un­ar. Ef til vill kem­ur ótt­inn við af­leiðing­ar í veg fyr­ir að tekið sé til máls.

Hollywood í klóm ritskoðunar

Hollywood í klóm ritskoðunar

October 15, 2020

Í ný­legri skýrslu PEN America um áhrif stjórn­valda í Pek­ing á kvik­myndaiðnaðinn er dreg­in upp dökk mynd. Skýrsl­an veit­ir inn­sýn í hvernig kín­versk stjórn­völd hafa með beinni og óbeinni rit­skoðun haft áhrif á Hollywood og alþjóðleg­an kvik­myndaiðnað. Með skipu­leg­um hætti hef­ur kín­verski komm­ún­ista­flokk­ur­inn náð kverka­taki á kvik­mynda­gerð. Stærstu fram­leiðend­ur heims leika eft­ir þeirri forskrift sem þeim er gef­in. Þar með mót­ar Pek­ing áhrifa­mesta list­ræna og menn­ing­ar­lega miðil heims – kvik­mynd­ir – langt út fyr­ir eig­in landa­mæri.

Hagsmunabandalög og sundraðir skattgreiðendur, neytendur og kjósendur

Hagsmunabandalög og sundraðir skattgreiðendur, neytendur og kjósendur

October 2, 2020

Félög eða samtök mismunandi hagsmuna er komið á fót ekki aðeins til að gæta almennra hagsmuna félagsmanna  heldur ekki síður til að afla forréttinda eða fyrirgreiðslu frá stjórnvöldum og eru ein ástæða þess að ríkið hefur þanist út. 

Ekkert er óeðlilegt við að hagsmunasamtök vinni að framgangi þeirra mála sem varða félagsmenn þeirra mestu. Þetta á við um samtök fyrirtækja og launafólks, sem öll vinna hins vegar að einhvers konar sérhagsmunum – en það er rétt að hafa í huga að á stundum geta sérhagsmunir ekki aðeins farið saman við hagsmuni almennings heldur beinlínis eflt þá og styrkt enda oft barist fyrir framgangi mikilvægra réttlætismála sem snerta flesta ef ekki alla.

Sérhagsmunabandalögin eru fjölmörg og fleiri en flestir gera sér grein. Hagsmunabandalög eru hluti af frjálsu samfélagi en eftir því sem umsvif hins opinbera – ríkis og sveitarfélaga – eru meiri því nauðsynlegra er talið að mynda félög eða samtök til að tryggja hag einstakra hópa, atvinnugreina eða fyrirtækja.

Fáir Íslendingar standa utan við sérhagsmunabandalög af einhverju tagi.

Hagsmunahópar geta og hafa mikil áhrif á störf og stefnu stjórnmálamanna, stjórnmálaflokka og þar með stjórnvalda og því er mikilvægt að átta sig á hvers vegna.

Stjórnmálamaður „á að vera hugrakkur, vinnusamur og hafa hjartað á réttum stað”

Stjórnmálamaður „á að vera hugrakkur, vinnusamur og hafa hjartað á réttum stað”

September 26, 2020

Vígfimur baráttumaður, hreinlyndur drengskaparmaður, hjartahlýr og hjálpfús, trygglyndur, hugrakkur stjórnmálamaður og orðheppinn húmoristi. Þannig hefur Ólafi Thors, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins til áratuga, verið lýst. Óumdeilt er að Ólafur var einhver áhrifamesti stjórnmálamaður okkar Íslendinga á síðustu öld.

Ólafur var óhræddur að feta inn á nýjar brautir í stjórnmálum – beita vinnubrögðum og aðferðum sem fáum hafði hugkvæmst eða ekki haft burði til. 

Lífið sjálft felur í sér áhættu

Lífið sjálft felur í sér áhættu

September 20, 2020

Lífið sjálft fel­ur í sér áhættu. Sá sem vill enga áhættu taka hreyf­ir sig aldrei, ger­ir eins lítið og hægt er, held­ur sig heima við, fer ekki út úr húsi, skap­ar ekk­ert, takmark­ar sam­skipti við aðra eins og mögu­legt er. Hægt en örugglega vesl­ast viðkom­andi upp and­lega og lík­am­lega – verður lif­andi dauður. Dauðinn einn tryggir að hægt sé að koma í veg fyr­ir áhættu lífs­ins.

Hið sama á við um sam­fé­lög og ein­stak­linga. Sam­fé­lag sem lok­ar á eða takmark­ar til lengri tíma mann­leg sam­skipti, slekk­ur ljós­in og stöðvar hjól at­vinnu­lífs­ins, molnar með tím­an­um að inn­an – hætt­ir að vera sam­fé­lag frjálsra borg­ara.

Tíma­bundn­ar aðgerðir sem skerða borg­ara­leg rétt­indi kunna að vera réttlætanlegar í nafni al­manna­ör­ygg­is. Slík­ar ráðstaf­an­ir eru neyðaraðgerðir á tímum mik­ill­ar óvissu. En þegar stjórn­völd skerða frelsi ein­stak­linga meira en hálfu ári eft­ir að óvissu­stigi var lýst yfir hér á landi vegna kór­ónu­veirunn­ar, þá dug­ar ekki leng­ur ein­föld til­vís­un í lög um sótt­varn­ir. Heim­ild­in verður að vera skýr og afdráttar­laus í lög­um og hún fæst ekki án aðkomu lög­gjaf­ans, jafnvel þótt ætlunin sé að slaka á klónni hægt og bítandi. Ákvarðanir stjórnvalda þurfa að styðjast við skýran bókstafa laga og þær mega ekki ráðast af hræðslu og ótta við að takast á við áhættur lífsins.

Heimboð og vegtyllur - Forseti MDE gagnrýndur

Heimboð og vegtyllur - Forseti MDE gagnrýndur

September 16, 2020

Róbert Spanó, forseti Mannréttindadómstóls Evrópu lagði nýlega land undir fót og heimsótti Tyrkland heim, átti fund með Erdógan forseta og þáði heiðurdoktorsnafnbót frá Háskólanum í Istanbúl,  „háskóla sem rak fjölda fræðimanna úr starfi á ólöglegan hátt“ líkt og Kenneth Roth, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Human Rights Watch benti réttilega á.

Á undanförnum árum hafa þúsundir blaðamanna, fræðimanna og pólitískir andstæðingar Er­dog­an for­seta verið hand­tekn­ir, flæmdir úr starfi. Dómskerfið hefur verið og er nú undir hæl stjórnvalda.  

Róbert Spanó hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir heimsóknina og fulltrúar mannréttindasamtaka, tyrkneskir stjórnarandstæðingar og landflótta Tyrkir hafa kallað eftir afsögn hans sem forseta.  For­seti sjálf­stæðs dóm­stóls sem eigi að standa vörð um mann­rétt­indi fólks eigi ekki að þiggja heim­boð eða vegtyllur manns sem sé að breyta lýðræðis­ríki í ein­ræðis­ríki þar sem mannréttindi eru fótum troðin.

En Róbert á sína verjendur ekki síst hér á landi. Og fyrir marga er forvitnilegt hverjir hafa gripið til varna.

Gölluð lagasetning - aukin áhætta launafólks

Gölluð lagasetning - aukin áhætta launafólks

September 8, 2020

Alþingi samþykkti 3. september frumvarp félagsmálaráðherra um svokölluð hlutdeildarlán. Óhætt er að segja að stuðningur við málið hafi verið víðtækur og þvert á flokka. Allir þingmenn fyrir utan einn studdu frumvarpið í endanlegri mynd. Þessi eini sem sat hjá er stjórnarþingmaður og sá er hér talar.

Það er ekki einfalt eða léttvægt fyrir stjórnarþingmann að sitja hjá þegar frumvarp ríkisstjórnar kemur til atkvæða. Með rökum á halda því fram að hjáseta sé í raun ekki annað en yfirlýsing um að viðkomandi styðji ekki málið og jafngildi því að greiða atkvæði á móti stjórnarfrumvarpi.

En hvað eru hlutdeildarlán og af hverju gat ég ekki stutt stjórnarfrumvarp?

Brostnar forsendur?

Brostnar forsendur?

August 9, 2020

Borgarlínan er hluti af sérstökum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, sem undirritaður var með viðhöfn í Ráðherrabústaðnum í september síðastliðnum, en aðeins hluti. Áætlaður kostnaður er um 120 milljarðar króna á næstu 15 árum. 

Markmið samkomulagsins er skýrt:

„Að stuðla að greiðum, skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta.“

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs, fór mikinn í grein í Morgunblaðinu 13. júlí síðastliðinn: „Einkabíllinn er ekki framtíðin“. Formaður skipulags- og samgönguráðs boðaði færri „bílaakreinar og færri bílastæði“ og Borgarlínu með „stórtækum hjólainnviðum“.

Ekki verður annað séð en að einbeittur ásetningu sé innan meirihluta borgarstjórnar að virða samgöngusáttmálanna - þ.e. þann hluta sem þeim hugnast ekki - að vettugi. Sé svo eru forsendur sáttmálans brostnar. 

 

Play this podcast on Podbean App