Óli Björn - Alltaf til hægri
Af bílslysi og gölluðu frumvarpi

Af bílslysi og gölluðu frumvarpi

September 12, 2021

Eitt helsta loforð vinstri stjórnarinnar 2009 til 2013 – ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, var að endurskoða lög um stjórn fiskveiða. Í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar sem oftast er kennd við Jónönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússonar var sagt að markmiðið væri að „skapa sátt meðal þjóðarinnar um eignarhald og nýtingu auðlinda sjávar“ og um leið að „leggja grunn „að innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda á 20 ára tímabili í samræmi við stefnu beggja flokka“.

Vægt er til orða tekið að halda því fram að ríkisstjórninni hafi verið mislagðar hendur við að hrinda þessu stefnumáli sínu í framkvæmd. Tillögum sáttanefndar var hent út í hafsauga, álit sérfræðinga var hundsað og þess í stað reynt að þvingja breytingum í gegnum þingið. En ríkisstjórnin sigldi á sker og ráðherrar vildu ekki kannst við neitt. Forsætisráðherra sagði frumvarp eigin ríkisstjórnar vera að mörgu leyti gallað og annars sagði að um bílslys hefði verið að ræða.

Skattheimtuflokkarnir

Skattheimtuflokkarnir

September 5, 2021

Lausn vinstri ríkisstjórnarinnar 2009 til 2013 við vanda ríkissjóðs var einföld: Skattar voru hækkaðir og útgjöld til velferðarmála skorin niður.

Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, sem gjarnan er kennd við Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon, en kenndi sjálfa sig við Norræna velferð, gerði nær 200 breytingar á sköttum á valdatíma sínum, - skattar jafnt á einstaklinga og fyrirtæki voru hækkaðir. Nær ógjörningur var fyrir almenning eða stjórnendur fyrirtækja að fylgjast með sífelldum breytingum.

Launafólk varð harkalega fyrir barðinu á skattastefnunni. Skattprósenta var hækkuð og tekjutenging barnabóta aukin og tenging persónuafsláttar við vísitölu neysluverðs afnumin.

Þingmenn vinstri stjórnarinnar fór í keppni við að boða sífellt hærri skatta - ekki síst á launatekjur. Svipaður söngur heyrist nú í aðdraganda kosninga. 

Hugmyndafræði öfundar og átaka

Hugmyndafræði öfundar og átaka

August 30, 2021

Baráttan um hylli kjósenda er margbreytileg en ekki síbreytileg – aðeins aðferðirnar breytast í takt við tæknina.

Margir stjórnmálamenn eru sannfærðir um að hægt sé að ná verulegum árangri með því að ýta undir öfund og tortryggni meðal almennings. Raunar byggir hugmyndafræði sumra þeirra hreinlega á öfund, sundurþykkju og átökum þar sem nágrönnum er att saman, stétt gegn stétt, landbyggð gegn höfuðborg. Þetta er hugmyndafræði sem rekur fleyg milli þeirra sem yngri eru og þeirra eldri, milli launafólk og atvinnurekenda.

Þolgæði, úthald, kraftur

Þolgæði, úthald, kraftur

August 16, 2021

Ein helsta áskorun sem við Íslendingar þurfum að takast á við er að auka framleiðni á öllum sviðum, jafnt í opinbera geiranum sem og í atvinnulífinu öllu. Strangar reglugerðir kæfa samkeppni. Hindranir fyrir nýja innlenda eða erlenda aðila inn á markað eru miklar og það kemur í veg fyrir samkeppni. Þung stjórnsýslubyrði og umfangsmiklar og oft flóknar leyfisveitingar og leyfiskerfi virka sem vörn fyrir þá sem eru fyrir á fleti en draga úr frumkvöðlum og gera sprotafyrirtækjum erfitt fyrir.

Ég hef í gegnum árin reynt að vekja athygli á því að fjárstjórn ríkisins snúist ekki síst um að nýta takmarkaða fjármuni með skynsamlegum hætti. Forgangsröðun útgjalda, skipulag ríkisrekstrar og hvernig opinber þjónusta er skipulögð skiptir almenning æ meira máli. Hvernig sameiginlegir fjármunir og eignir eru nýtt í þau verkefni sem við höfum falið ríkinu að annast og/eða fjármagna er mikilvægara fyrir almenning en að hámarka tekjur sem renna í gegnum ríkiskassann.

Háðsádeilur í þjóðfélögum skortsins

Háðsádeilur í þjóðfélögum skortsins

July 29, 2021

Kennari spyr nemanda: „Hver er móðir þín og hver er faðir þinn?

Nemandinn: Móðir mín er Rússland en faðir minn Stalín.

„Mjög gott,“ segir kennarinn. „Og hvað langar þig til að verða þegar þú verður stór“

„Munaðarleysingi“ svarar nemandinn.

Háðsádeil­ur, skop­sög­ur, brand­ar­ar eða sa­tír­ur, voru hluti af dag­legu lífi al­menn­ings í Sov­ét­ríkj­un­um og lepp­ríkj­um þeirra, und­ir ógn­ar­stjórn komm­ún­ista. Hið sama á við um kúg­un­ar­stjórn­ir víða um heim hvort sem þær kenna sig við komm­ún­isma eða sósí­al­isma. Sög­urn­ar eru ádeila á ríkj­andi stjórn­ar­far og veita innsýn og oft betri skiln­ing á sam­fé­lög kúg­un­ar, en lang­ar frétta­skýr­ing­ar eða fræðigrein­ar.

Fyr­ir venju­legt fólk sem býr við ógn­ar­stjórn sósí­al­ista hafa brand­ar­ar og háð verið mik­il­væg sam­skipta­tæki sem mynda far­veg til að tjá gremju, reiði og fyr­ir­litn­ingu á stjórn­ar­far­inu. Í þjóðfé­lög­um skorts­ins verður háðsádeil­an ör­lít­il bylt­ing almúg­ans sem berst í bökk­um við að út­vega sér hvers­dags­leg­ar nauðsynja­vör­ur og lif­ir í stöðugum ótta.

Áskoranir og niðurstaða kosninga

Áskoranir og niðurstaða kosninga

July 20, 2021

Ein forsenda þess að Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í ríkisstjórn er að málefnasamningur og verk ríkisstjórnar, endurspegli skilning á samhengi skatta, ríkisútgjalda, hagvaxtar og velsældar. Að samkeppnishæfni þjóðar ráðist ekki síst af öflugum innviðum, hófsemd í opinberum álögum, greiðu aðgengi að erlendum mörkuðum, skilvirkni í stjórnkerfinu og hagkvæmum ríkisrekstri.

Þegar tekin er afstaða til þess hvort rétt sé að taka þátt í myndun nýrrar ríkisstjórnar skiptir margt máli. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki tekið þátt í ríkisstjórn sem heldur áfram að ríkisvæða heilbrigðiskerfið. En fleira skiptir máli. Uppbygging og endurskipulagning menntakerfisins er eitt. Skynsamleg og sjálfbær nýting náttúruauðlinda annað. Jákvætt viðhorf til atvinnulífsins er skilyrði. Að gera launafólki kleift að taka með beinum hætti þátt í rekstri fyrirtækja er mikilvægt og byggja þannig fleiri stoðir undir fjárhagslegt sjálfstæði heimilanna, er lykillinn að hjarta sjálfstæðismanna. Og fleira skiptir miklu, en verður ótalið að þessu sinni.

Merkingarlausar heitstrengingar

Merkingarlausar heitstrengingar

June 20, 2021

Í ræðu og rit áttu Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon eitt sameiginlegt umfram margt annað; þau voru baráttufólk fyrir beinu lýðræði. Sem stjórnarandstæðingar var aukinn réttur landsmanna til að kjósa um mikilvæg mál í þjóðaratkvæðagreiðslu, þeim hugleikinn. Sem forystumenn í vinstri ríkisstjórninni 2009 til 2013, fengu þau ítrekuð tækifæri til að láta drauminn rætast. Í öll skiptin börðust þau hins vegar gegn því að leitað yrði álits þjóðarinnar. Heitstrengingar um beint lýðræði og aukin áhrif almennings á mikilvæg málefni, reyndust innantóm.

Með vind í seglum og langan verkefnalista

Með vind í seglum og langan verkefnalista

June 18, 2021

Ég hef talið mig skynja að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé með vind í segl­um um allt land. Með öfl­ug­um frambjóðend­um en ekki síður skýrri stefnu og málflutn­ingi eiga sjálf­stæðis­menn mögu­leika á því að standa að lokn­um kosn­ing­um um fjöl­menn­an og öfl­ug­an þing­flokk, sem gef­ur styrk til að hrinda hug­sjón­um  í fram­kvæmd.

Verk­efna­list­i fyrir komandi ár er svo sann­ar­lega lang­ur. Hvort það tekst að hrinda öll­um verk­efn­um í fram­kvæmd og klára þau, ræðst ekki síst af úr­slit­um kosn­ing­anna í sept­em­ber.

Ástríðan, sann­fær­ing­in og löngunin

Ástríðan, sann­fær­ing­in og löngunin

May 29, 2021

Það er ekki sjálf­gefið að taka ákvörðun um að sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri sem þingmaður. Ástríðan verður að vera fyr­ir hendi. Í stjórn­mál­um verður ár­ang­ur­inn lít­ill án sann­fær­ing­ar og löng­un­ar til að berj­ast fyr­ir framgangi hug­mynda. Ástríðan, sann­fær­ing­in og löng­un­in er enn til staðar – og síst minni en áður. Stefnufesta er nauðsyn­leg en þol­in­mæði ekki síður því drop­inn hol­ar stein­inn. Bar­átt­an fyr­ir frelsi einstaklings­ins og full­veldi lands­ins held­ur áfram. Í þeirri bar­áttu vil ég taka full­an þátt. Og þess vegna sækist ég eftir endurkjöri sem þingmaður Sjálfstæðisflokkksins og þess vegna óska ég eftir stuðningi félaga minna í annað sæti í prófkjöri í Suðvesturkjördæmi 10-12 júní næstkomandi.

Samkeppni, einföldun regluverks og skilvirkt eftirlit

Samkeppni, einföldun regluverks og skilvirkt eftirlit

May 13, 2021

Einföldun regluverksins laðar fram samkeppni og auðveldar athafnamönnum að láta til sín taka. Flókið regluverk og frumskógur skatta og gjalda er vörn hinna stóru – draga úr möguleikum framtaksmannsins til að bjóða nýja vöru og þjónustu. Við höfum séð hvernig róttækar breytingar á ýmsum sköttum og gjöldum hafa skilað sér í aukinni samkeppni sem neytendur hafa notið.

En eitt er að einfalda reglur og draga úr skattbyrði. Annað að tryggja skilvirkni í samkeppniseftirliti sem er mikilvæg forsenda þess að ábati samkeppninnar skili sér til neytenda. Breytingar á samkeppnislögum á liðnu ári eru mikilvægt skref í þessa átt, en þó aðeins skref.

Stór hluti íslensk efnahagslífs er hins vegar án samkeppni eða líður fyrir mjög takmarkaða samkeppni. Samkeppnisleysið leiðir til sóunar á mannafli og fjármagni, hærra verðs, lakari þjónustu og verri vöru. Nýsköpun er í böndum og framboð vöru og þjónustu verður einhæfari. Í stað þess að virkja krafta samkeppninnar kemur hið opinbera á hana böndum. Með aðgerðum eða aðgerðaleysi hafa ríkið og sveitarfélög hindrað samkeppni með margvíslegum hætti.

Podbean App

Play this podcast on Podbean App