Óli Björn - Alltaf til hægri
Við erum að gera eitthvað rétt

Við erum að gera eitthvað rétt

February 25, 2020

Ísland er fyr­ir­mynd­ar­hag­kerfi í út­tekt Alþjóða efna­hags­ráðsins.

Ísland er ör­ugg­asta og friðsam­asta land heims.

Jafn­rétti kynj­anna er hvergi meira en á Íslandi.

Á Íslandi eru greidd hæstu meðallaun­in. 

Í engu ríki OECD renn­ur stærri hluti af verðmæta­sköp­un efna­hags­lífs­ins til laun­fólks en á Íslandi.

Jöfnuður er meiri á Íslandi en á öðrum Norður­lönd­um.

Mér er til efs að nokk­ur smáþjóð hafi nokk­urn tíma alið af sér jafn­marga hæfi­leika­ríka lista­menn og Íslend­ing­ar, að ekki sé talað um af­reks­fólk í íþrótt­um.

Við erum að gera eitthvað rétt.

Skattar, efnahagslegt frelsi og jafnræði einstaklinga

Skattar, efnahagslegt frelsi og jafnræði einstaklinga

February 6, 2020

Efnahagslegt frelsi er einn af hornsteinum frjáls samfélags. Einn mikilvægasti þáttur efnahagslegs frelsis er rétturinn til að ráðstafa því sem aflað er. Hið sama á við um réttinn til að ráðstafa eignum án afskipta annarra.

Flest ef ekki öll lýðræðisríki hafa talið nauðsynlegt að innheimta skatta af tekjum einstaklinga. Rökin fyrir tekjuskatti hafa fyrst og síðast verið tvíþætt. Annars vegar sé hinu opinbera nauðsynlegt að afla tekna til að standa undir starfsemi ríkis og sveitarfélaga, og hins vegar eigi að nýta skattkerfið til að jafna lífskjörin – færa fjármuni frá einum til annars.

„Lifandi” lögskýringar og veikt löggjafarvald

„Lifandi” lögskýringar og veikt löggjafarvald

February 3, 2020

Löggjafinn - Alþingi - er fremur veikbyggður gagnvart framkvæmdavaldinu og sumir halda því fram að þingið sé lítið annað en afgreiðslustofnun, þar sem frumvörp ráðherra eru afgreidd á færibandi. Það er ekki aðeins framkvæmdavaldið sem hefur sótt að löggjafanum. Dómstólar hafa gert það með ákveðnum hætti. Hugmyndin um að dómstólar geti tekið sér „lagasetningarvald" er útbreidd í öllum hinum vestræna heimi. 

Podbean App

Play this podcast on Podbean App