Óli Björn - Alltaf til hægri
Covid-19: Stundum eiga stjórnmálamenn að þegja

Covid-19: Stundum eiga stjórnmálamenn að þegja

March 16, 2020

Stjórnmálamenn verða að beita sjálfa sig aga og standa þétt við bakið á sérfræðingum sem stjórna baráttunni gegn illvígum vírus. Við sem sitjum á Alþingi getum haft okkar skoðanir á einstökum ákvörðunum þeirra en við verðum að hafa andlegan styrk til að þegja að þessu sinni. Við þurfum að einbeita okkur að öðru - efnahagslegum aðgerðum til að lágmarka skaðann fyrir íslensk fyrirtæki og heimili.

Covid-19 ætlar að reynast alþjóðlegu efnahagslífi þyngri í skauti en nokkur reiknaði með. Hversu alvarleg eða langvarandi efnahagslegu áhrifin eru veit enginn. En við Íslendingar erum betur í stakk búnir en flestar aðrar þjóðir til að takast á við vandann - jafnt á sviði heilbrigðisþjónustu sem efnahagsmála. Við höfum safnað korni í hlöðurnar á undanförnum árum.

Viðskiptafrelsi, sjálfstæði atvinnurekandinn og klípukapítalismi

Viðskiptafrelsi, sjálfstæði atvinnurekandinn og klípukapítalismi

March 7, 2020

Á meðan stjórnmálamenn (og embættismenn ekki síður) hafa jafnmikil áhrif á efnahagslífið og almennar leikreglur og raun ber vitni verða alltaf til fyrirtæki sem þeir telja „kerfislega mikilvæg“. Vegna þessa sé ekki aðeins nauðsynlegt að hafa með þeim eftirlit heldur ekki síður að búin sé til formleg eða óformleg bakábyrgð á rekstri þeirra. Ábyrgðina veita skattgreiðendur án þess að hafa nokkuð um það að segja.

Sagan geymir fjölmörg dæmi frá flestum Vesturlöndum þar sem skattgreiðendur hafa fengið reikninginn fyrir „björgunaraðgerðum“ ríkisins – ekki aðeins þegar björgunarhring hefur verið hent út til fjármálafyrirtækja heldur einnig annarra stórfyrirtækja. „Kerfislega mikilvæg“? Kannski. En alveg örugglega pólitískt mikilvæg fyrir ráðandi öfl.

Ég ætla að fjalla aðeins um viðskiptafrelsi, samkeppni, sjálfstæða atvinnurekandann, hætturnar sem fylgja skattalegum ívilnunum, fyrirgreiðslu stjórnmálamanna, og klíkukapítalisma

Podbean App

Play this podcast on Podbean App