Óli Björn - Alltaf til hægri
Sjálfstæði fjölmiðla og ríkisstyrkir

Sjálfstæði fjölmiðla og ríkisstyrkir

July 20, 2020

Sjálfstæðisfjölmiðlar hafa þurft að sæta því að eiga í sam­keppni við rík­is­fyr­ir­tæki, sem fær þvinguð fram­lög frá skattgreiðend­um en um leið frítt spil á sam­keppn­ismarkaði. Þrátt fyr­ir að erfið staða sjálf­stæðra fjöl­miðla hafi blasað við öll­um í mörg ár, hef­ur varðstaðan um Rík­is­út­varpið aldrei rofnað. Rík­is­út­varpið nýtur þess að vera í mjúk­um og hlýj­um faðmi stjórn­mála­manna. Meiri­hluti Alþing­is hef­ur ekki áhuga á að breyta leik­regl­un­um en virðist ein­huga í að koma frem­ur upp flóknu styrkja­kerfi fyr­ir einka­rekna fjöl­miðla, sem verða um leið háðir rík­is­vald­inu. 

Mót­sögn­in um sjálf­stæða fjöl­miðla og rík­is­styrkt­an rekst­ur þeirra sam­kvæmt ákvörðunum op­in­berra út­hlut­un­ar­nefnda og stofn­ana, blas­ir við en veld­ur fáum áhyggj­um. 

Sé vilji til þess að styrkja rekstur sjálfstæðra fjölmiðla er það best gert með lækkun skatta.

Sjálfstæði þjóðar eflist með sjálfstæði einstaklinganna

Sjálfstæði þjóðar eflist með sjálfstæði einstaklinganna

July 16, 2020

Það er hollt og nauðsynlegt fyrir alla að þekkja söguna. Stjórnmálamenn samtímans verða að skynja úr hvaða jarðvegi hugmyndir þeirra og hugsjónir eru sprottnar. Fyrir talsmenn frelsis eru skrif og ræður Bjarna Benediktssonar (1908-1970), forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, ómetanlegur hugmyndafræðilegur leiðarvísir. Þótt aðstæður breytist og viðfangsefnin einnig er enn tekist á um grunnatriði stjórnmálanna.

Bjarni var sannfærður um nauðsyn þess að rjúfa einangrun Íslands, brjóta hlekki hafna og ófrelsis og tryggja opin samskipti við aðrar þjóðir. En um leið ítrekaði hann mikilvægi þess að Íslendingar héldu tryggð við trú og menningu: „En okkur Íslendingum tjáir ekki á sama veg og flestum öðrum að treysta á mannmergðina, heldur á manndáðina. Á Íslandi þarf sjálfstæði allrar þjóðarinnar að eflast af sjálfstæði einstaklinganna.“

Frelsismálin kalla oft á þolinmæði

Frelsismálin kalla oft á þolinmæði

July 10, 2020

Það er innbyggður hvati fyrir þingmenn að afgreiða lagafrumvörp og ályktanir. Hvatinn er öflugri en virðist við fyrstu sýn. Þetta á einnig við um ráðherra. Það er hreinlega ætlast til þess að hver og einn ráðherra leggi fjölda frumvarpa fram á hverjum einasta þingvetri, líkt og það sé heilög skylda að breyta lögum þótt ekkert kalli á slíkt. Ráðherrar eru vegnir og metnir, – af þingmönnum og fjölmiðlum – út frá fjölda en ekki gæðum lagafrumvarpa sem þeir leggja fram.

„Við þurfum að koma uppskerunni í hús," er leiðandi í verkum þeirra sem telja mestu skipta að afgreiða sem flest mál, ekki síst þau sem nefndir þingsins hafa tekið til umfjöllunar. Í sakleysi mínu hef ég bent á að hugsanlegt sé að hluti uppskerunnar sé ónýtur og geti því skemmt það sem þegar er komið í hlöðurnar. Sum mál – frumvörp ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu – eru einfaldlega þannig að hvorki himinn né jörð farast þótt þau dagi uppi og verði aldrei afgreidd (a.m.k. ekki óbreytt).

Þegar litið er yfir liðinn þingvetur verður að játa að frelsismálin voru ekki fyrirferðarmikil. En það voru nokkur mikilvæg skref stigin í rétta átt.

Hugmyndasmiður frjálshyggjunnar

Hugmyndasmiður frjálshyggjunnar

July 8, 2020

Friedrich Hayek fæddist í Vínarborg árið 1899 og lauk doktorsprófum í lögfræði og hagfræði frá Vínarháskóla. Þar var hann lærisveinn Ludwigs von Mises, sem var fremstur í hópi austurrísku hagfræðinganna svonefndu. 

Hayek var einn helsti hugsuður frjálshyggju á 20. öldinni og hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði 1974. Árið 1944 gaf Hayek út bókina Leiðin til ánauðar (The Road to Serfdom), þar sem hann hélt því fram, að nasismi og kommúnismi væru tvær greinar af sama meiði. Áætlunarbúskapur hlyti að lokum að leiða til einræðis, þar sem hagvald og stjórnvald væri hvort tveggja á sömu hendi og móta þyrfti einstaklinga með góðu eða illu í samræmi við hina opinberu áætlun. Bók Hayeks vakti mikla athygli og er enn í dag mikilvæg í hugmyndabaráttunni.

Rauði þráðurinn í kenningum Hayeks er að séreignarétturinn á framleiðslutækjunum sé grunnskilyrði þess, að almenningur geti notið mannréttinda, - lýðræðis, atvinnufrelsis, prentfrelsis. Allar tilraunir til allsherjar skipulagningar atvinnulífsins af hálfu hins opinbera leiði til slíks ófrelsis fyrir einstaklingana, að líkja megi hag þeirra í slíku þjóðskipulagi við hag ánauðugra þræla . Eigi þetta jafnt við, hvort sem skipulagningin er framkvæmd af svonefndum „hægri-öflum" (fasisma eða nasisma) eða „vinstri-öflum" (sósíalisma eða kommúnisma).

Podbean App

Play this podcast on Podbean App