Óli Björn - Alltaf til hægri
Grafið undan hornsteinum lýðræðis

Grafið undan hornsteinum lýðræðis

October 17, 2020

Lýðræðið hvíl­ir á mörg­um horn­stein­um. Mál­frelsi þar sem ólík­ar skoðanir tak­ast á er einn þess­ara steina. Friðsam­leg stjórn­ar­skipti að lokn­um opn­um og frjáls­um kosn­ing­um er ann­ar horn­steinn. Í Banda­ríkj­un­um og víða í öðrum lýðræðisríkjum er stöðugt grafið und­an þeim báðum og þannig verður sí­fellt hættu­legra að tapa kosn­ing­um.

Hafi sag­an kennt okk­ur eitt­hvað þá eru það þessi ein­földu sann­indi: Frelsi þrífst ekki án frjálsra og op­inna skoðana­skipta. En þrátt fyr­ir þenn­an lær­dóm virðast borg­ar­ar lýðræðis­ríkja ekki alltaf skynja þegar frels­inu er ógnað. Kannski er það vegna þess að ógn­vald­ur­inn skipt­ir stöðugt um and­lit, breyt­ir aðferðum og orðanotk­un. Kannski er sinnu­leysið af­leiðing vel­meg­un­ar. Ef til vill kem­ur ótt­inn við af­leiðing­ar í veg fyr­ir að tekið sé til máls.

Hollywood í klóm ritskoðunar

Hollywood í klóm ritskoðunar

October 15, 2020

Í ný­legri skýrslu PEN America um áhrif stjórn­valda í Pek­ing á kvik­myndaiðnaðinn er dreg­in upp dökk mynd. Skýrsl­an veit­ir inn­sýn í hvernig kín­versk stjórn­völd hafa með beinni og óbeinni rit­skoðun haft áhrif á Hollywood og alþjóðleg­an kvik­myndaiðnað. Með skipu­leg­um hætti hef­ur kín­verski komm­ún­ista­flokk­ur­inn náð kverka­taki á kvik­mynda­gerð. Stærstu fram­leiðend­ur heims leika eft­ir þeirri forskrift sem þeim er gef­in. Þar með mót­ar Pek­ing áhrifa­mesta list­ræna og menn­ing­ar­lega miðil heims – kvik­mynd­ir – langt út fyr­ir eig­in landa­mæri.

Hagsmunabandalög og sundraðir skattgreiðendur, neytendur og kjósendur

Hagsmunabandalög og sundraðir skattgreiðendur, neytendur og kjósendur

October 2, 2020

Félög eða samtök mismunandi hagsmuna er komið á fót ekki aðeins til að gæta almennra hagsmuna félagsmanna  heldur ekki síður til að afla forréttinda eða fyrirgreiðslu frá stjórnvöldum og eru ein ástæða þess að ríkið hefur þanist út. 

Ekkert er óeðlilegt við að hagsmunasamtök vinni að framgangi þeirra mála sem varða félagsmenn þeirra mestu. Þetta á við um samtök fyrirtækja og launafólks, sem öll vinna hins vegar að einhvers konar sérhagsmunum – en það er rétt að hafa í huga að á stundum geta sérhagsmunir ekki aðeins farið saman við hagsmuni almennings heldur beinlínis eflt þá og styrkt enda oft barist fyrir framgangi mikilvægra réttlætismála sem snerta flesta ef ekki alla.

Sérhagsmunabandalögin eru fjölmörg og fleiri en flestir gera sér grein. Hagsmunabandalög eru hluti af frjálsu samfélagi en eftir því sem umsvif hins opinbera – ríkis og sveitarfélaga – eru meiri því nauðsynlegra er talið að mynda félög eða samtök til að tryggja hag einstakra hópa, atvinnugreina eða fyrirtækja.

Fáir Íslendingar standa utan við sérhagsmunabandalög af einhverju tagi.

Hagsmunahópar geta og hafa mikil áhrif á störf og stefnu stjórnmálamanna, stjórnmálaflokka og þar með stjórnvalda og því er mikilvægt að átta sig á hvers vegna.

Podbean App

Play this podcast on Podbean App