Óli Björn - Alltaf til hægri
Það „besta sem við geymum í okkur; gjafmildi, ástúð og kærleika“

Það „besta sem við geymum í okkur; gjafmildi, ástúð og kærleika“

December 23, 2020

Ég er af þeirri kynslóð sem naut þeirrar gæfu að alast upp og mótast þegar herra Sigurbjörn Einarsson sat á stóli biskups. Djúpstæð trúarsannfæring einkenndi allt hans mikla starf. Án hroka eða yfirlætis. Í huga Sigurbjarnar er kristin trú „ekkert að miklast af“ heldur viljinn að „lofa Guði að lýsa á gluggann, inn í hjartað“.

Í huga Sigurbjarnar laðar boðskapur jólahátíðarinnar fram það „besta sem við geymum í okkur; gjafmildi, ástúð og kærleika“. Hann efaðist aldrei um boðskapinn eða þýðingu jólanna fyrir manninn. 

Björn Jónsson - Björn í Bæ (1902-1989) var ekki prestlærður en trúaður maður. Í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið 1982 benti hann á að þótt við fáum ekki svar við öllum spurningum sé vert „að hafa í huga hvílík reginvilla það er að vera trúlaus á handleiðslu hins góða, sem við hljótum að trúa að sé til og það jafnvel í okkur sjálfum, ef vel er að gáð“.

Hátíð ljóssins er friðarstund sem vekur vonir þar sem mætast hið jarðneska og hið himneska, kærleikur og minningar. Við fögnum komu frelsarans, þökkum fyrir það sem var og það sem er og verður, hugum að ástvinum okkar og reynum að létta undir með þeim sem höllum fæti standa.

Ég óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Starfsmenn án landamæra - heilbrigðisstarfsmenn

Starfsmenn án landamæra - heilbrigðisstarfsmenn

December 20, 2020

Það hef­ur verið gæfa okk­ar Íslend­inga að eiga fjöl­breytt­an hóp heil­brigðis­starfs­manna sem sótt hef­ur sér­fræðimennt­un, reynslu og þekk­ingu til annarra landa, en snúið aft­ur heim til starfa. En það er langt í frá sjálf­gefið að ungt fólk sem legg­ur slíkt á sig ákveði að koma aft­ur og veita okk­ur þá þjón­ustu sem við þurf­um á að halda. Hér ráða launa­kjör ekki öllu, held­ur starfsaðstaðan sem er í boði en einnig val­frelsi um starfs­vett­vang. Það er ekki sér­lega heill­andi til­hugs­un eft­ir margra ára nám og starfs­mennt­un að eiga þann eina kost að koma til starfa inn­an veggja rík­is­rekstr­ar.

Lækn­ar, hjúkr­un­ar­fræðing­ar og aðrir hæfi­leika­rík­ir heil­brigðis­starfs­menn vilja eiga sömu mögu­leika og all­ir aðrir til að stofna eigið fyr­ir­tæki – verða sjálf­stæðir at­vinnu­rek­end­ur. En andstaðan við einkafram­takið er djúp­stæð meðal stjórn­mála­manna stjórn­lynd­is.

Gegn valdboði og miðstýringu

Gegn valdboði og miðstýringu

December 18, 2020

Löng­un­in til að stýra öllu frá 101-Reykja­vík er sterk. Hætta er sú að valdið sog­ist úr heima­byggð til ör­fárra ein­stak­linga sem neita að skilja hvernig hægt er að lifa í sátt við nátt­úr­una, verja hana og nýta auðlind­ir á sama tíma.

Hug­mynda­fræði vald­boðsins sem ligg­ur að baki lögþvingaðri sam­ein­ingu er ekki aðeins ógeðfelld held­ur bygg­ist hún á mis­skiln­ingi og/​eða vís­vit­andi blekk­ing­um.

Spurning sem forðast er að svara

Spurning sem forðast er að svara

December 17, 2020

Síðustu 12 ár hafa skatt­greiðend­ur látið rík­is­miðlin­um í té nær 46 millj­arða króna á föstu verðlagi. Aug­lýs­inga­tekj­ur, kost­un og ann­ar samkeppnisrekstur hef­ur skilað fyr­ir­tæk­inu tæp­um 24 millj­örðum króna. Alls hef­ur Rík­is­út­varpið því haft upp und­ir 70 millj­arða úr að moða. Þá er ekki tekið til­lit til beinna fjár­fram­laga úr rík­is­sjóði til að rétta af fjárhagsstöðu fyr­ir­tæk­is­ins eða sér­kenni­legr­ar lóðasölu við Efsta­leiti.

Það er merki­legt hve illa og harka­lega er brugðist við þegar spurt er hvort önn­ur og betri leið sé ekki fær til að styðja við ís­lenska dag­skrár­gerð, menningu, list­ir og sögu, en að reka op­in­bert hluta­fé­lag. Hvernig ætli íslensk kvik­mynda­flóra, dag­skrár­gerð og menn­ing liti út ef þess­ar grein­ar hefðu fengið 46 millj­arða til sín síðustu 12 ár? Örugg­lega ekki frá­breytt­ari. Lík­lega lit­rík­ari og öfl­ugri.

Podbean App

Play this podcast on Podbean App