Óli Björn - Alltaf til hægri
Hvað á ríkið að gera?

Hvað á ríkið að gera?

January 29, 2021

Með réttu má segja að ríkið fylgi okkar frá vöggu til grafar. Flestir fæðast á fæðingardeildum sjúkrahúsa sem rekin eru af ríkinu, hljóta menntun sem greidd er úr sameiginlegum sjóði. Nær allir, ef ekki allir Íslendingar njóta aðstoðar hins opinbera; þegar veikindi steðja að, atvinnuleysi, slys, fátækt, örorka eða þegar farið er á eftirlaun. Öll greiðum við skatta, ef ekki af tekjum þá óbeint þegar við kaupum í matinn eða setjum bensín á bílinn. Stór  hluti þjóðarinnar er í vinnu hjá hinu opinbera, þúsundir eru  í vinnu við að þjónusta opinbera aðila og hinir eiga mikið undir ríkinu komið. Við keyrum öll um götur og vegi sem lagðir hafa verið fyrir almennafé, losnum við skólp í gegnum sameiginleg holræsi, fáum vatn og rafmagn frá opinberum aðilum.

Á hverjum degi gerum við ákveðnar kröfur til þeirra sem standa okkur næst; til fjölskyldunnar, til vinnufélaganna og til náinna vina. Við erum tilbúin til að beita aga, gera kröfur um vinnubrögð, dugnað og útsjónarsemi. Við ætlumst til þess að orð standi. Því miður gerum við ekki sömu kröfur til ríkisins og við gerum til okkar nánustu.

Baráttan gegn hugmyndum Davíðs um dreift eignarhald

Baráttan gegn hugmyndum Davíðs um dreift eignarhald

January 22, 2021

Í tengslum við væntanlega sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hafa eðlilega orðið umræður um kosti þess og galla að tryggja dreift eignarhald á helstu fjármálafyrirtækjum landsins. Forvitnilegt er að rifja upp baráttu Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, fyrir lagasetningu til að tryggja dreift eignarhald og valddreifingu í fjármálakerfinu.

Þegar ræður og viðtöl fyrir og um síðustu aldamót eru skoðuð er greinilegt að Davíð var sannfærður um að rétt væri að setja lög um hámarks eignarhlut einstakra hluthafa í fjármálafyrirtækjum. Ekki sé „æskilegt að menn hafi á tilfinningunni að það séu einhver önnur sjónarmið, sem ráði stefnu banka, en almenn arðsemissjónarmið, eins og einhverjir þröngir hagsmunir ráðandi hóps," sagði Davíð í viðtali. Hann hafði hafði miklar áhyggjur af valdasamþjöppun í viðskiptalífinu en skoðanir hans urðu undir. Pólitískir andstæðingar Davíðs börgðust hart gegn hugmyndum um að lögfesta dreit eignarhald fjármálafyrirtækja. 

Þumalputtaregla á kosningaári

Þumalputtaregla á kosningaári

January 8, 2021

Með dyggri aðstoð hag­fræðinga, hætta stjórnmálamenn líklega aldrei að deila um hvernig skyn­sam­leg­ast sé að bregðast við efna­hags­leg­um sam­drætti. Jafn frá­leitt og það hljóm­ar eru marg­ir þeirr­ar skoðunar að best sé að minnka súr­efnið til atvinnu­lífs­ins og heim­il­anna, með hækk­un skatta og gjalda. Ekki eru mörg ár síðan rík­is­stjórn brást við efna­hags­legu áfalli með þeim hætti. En jafn­vel ein­fald­ur lærdóm­ur vefst fyr­ir mörg­um, ekki síst þeim sem telja ríkið upp­haf og endi alls – hina eig­in­legu upp­sprettu verðmæta.

Í upphafi kosningaárs liggur fyrir að mikilvægasta verkefni stjórnvalda er að tryggja örugga og hraða bólusetningu landsmanna gegn kórónuveirunni. Efnahagsleg velferð er í húfi og þar með geta okkar til að standa undir góðum lífskjörum og öflugu velferðarsamfélagi til framtíðar. Við höfum ekki endalaust úthald til verja fyrirtæki, heimili og velferðarkerfið með þeim hætti sem gert hefur verið síðustu mánuði.

Til einföldunar getum við stuðst við þumalputtareglu. Hver dagur þar sem barist er við kórónuveiruna og efnahagslífið er lamað með þeim hætti sem raun er, kostar ríkissjóð um einn milljarð króna – hver vika sjö milljarða. Það má því halda því fram að janúar kosti sameiginlegan sjóð okkar 30 milljarða, annars vegar í auknum útgjöldum og hins vegar lægri tekjum. Að óbreyttu bætast 28 milljarðar við í febrúar. Og þannig koll af kolli uns hjólin komast aftur af stað. Þá er ekki talinn með kostnaður sveitarfélaga, fyrirtækja eða heimila, eða sá efnahagslegi fórnarkostnaður sem er samfara faraldrinum. Lakari lífsgæði og félagslegur kostnaður verða aldrei metin til fjár.

Podbean App

Play this podcast on Podbean App