Óli Björn - Alltaf til hægri
Að meitla hugsjónir og móta stefnu

Að meitla hugsjónir og móta stefnu

February 13, 2021

Allt frá stofnun Sjálfstæðisflokksins árið 1929 hefur það verið styrkur flokksins að hafa á að skipa öflugum hugsjónamönnum, sem höfðu hæfileika og getu til að meitla hugsjónir og þróa stefnuna í takt við nýjar áskoranir. Þessir hugsjónamenn ýttu undir frjóa hugsun og rökræður – gerðu sér grein fyrir að einstaklingarnir eru mismunandi, með ólíkar þarfir, þrár og hæfileika.

Jóhann Hafstein, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var einn þessara hugsjónamanna. Birgir Kjaran, þingmaður, hagfræðingur, rithöfundur og útgefandi, var annar. Báðir börðust þeir, ásamt örðum Sjálfstæðismönnum, fyrir jöfnum lífsmöguleikum allra og afnámi hvers konar sérréttinda.

Fræðimaður og stjórnmálamaður: Ólafur Björnsson

Fræðimaður og stjórnmálamaður: Ólafur Björnsson

February 8, 2021

Ólafur Björnsson, prófessor í hagfræði, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1956 til 1971. Það var hins vegar ekki sjálfgefið fyrir fræðimanninn að hefja bein afskipti af stjórnmálum. Hann gerði grein fyrir ástæðum þess í blaðagrein í aðdraganda kosninganna 1956.

Ólafur var einn öflugasti talsmaður einstaklingsfrelsis og harður andstæðingur hafta og opinberra afskipta af atvinnulífinu. 

Á kosningaári er ekki úr vegi að kíkja aðeins í stóra kistu Ólafs Björnssonar. 

„Gildi og beiting samtakamáttarins”

„Gildi og beiting samtakamáttarins”

February 3, 2021

Ég sæki oft í kistu Bjarna Benediktssonar eldri. Að þessu sinni í grein sem hann skrifaði árið 1956 þar sem hann fjallaði um mikilvægi félaga og samtaka en um leið hafði hann uppi varnarðarorð um misbeitingu þeirra. Bjarni var að nokkru á svipuðum nótum í áramótaávarpi sem forsætisráðherra árið 1963. 

„Samtakamátturinn hefur áreiðanlega unnið stórvirki. Ýmislegt, sem hér hefur verið best gert, væri enn óunnið, ef honum hefði ekki verið beitt. En hefur honum ætíð verið beitt í rétta átt? Eða hafa í skjóli hans orðið átök og deilur, sem engum koma að gagni?" 

Podbean App

Play this podcast on Podbean App