Óli Björn - Alltaf til hægri
Staðnað stjórnmálalíf

Staðnað stjórnmálalíf

March 29, 2021

Ármann Sveinsson vakti strax athygli sem rökfastur hugsjónamaður en hann féll frá aðeins 22 ára. Þrátt fyrir ungan aldur hafði hann mikil áhrif meðal jafnaldra sinna en ekki síður á þá eldri í Sjálfstæðisflokknum. Í málflutningi var Ármann rökfastur og ákveðinn. Hann var mikill baráttumaður, en alltaf af drengskap. Hann naut mikils trausts félaga sinna og gekk að öllum verkefnum með dugnaði og atorku.

Í minningargrein um Ármann segir Friðrik Sophusson svo:

"Ármann Sveinsson var hugsjónamaður, sem með hugsjónum sínum og athafnaþrá glæddi umhverfi sitt lífi. Um hann lék jafnan ferskur blær og stundum stormsveipir, eins og oft vill verða um menn, sem eru fastir fyrir og kaupa ekki fylgi á kostnað hugsjóna sinna. Hann var afburða vinsæll í vinahópi og virtur af andstæðingum. Jafnframt því að eiga glæstar hugsjónir var Ármann raunsær baráttumaður, sem var ákveðinn í því að gera hugsjónir sínar að veruleika. Vandaður undirbúningur, auk staðgóðrar þekkingar á íslenzkum hagsmunum og þjóð lífi, var ávallt grundvöllur undir baráttu hans fyrir bættu þjóðfélagi. Hann var sívinnandi og óþreytandi og missti aldrei sjónar af markmiðinu. Þeir, sem börðust með honum og undir forystu hans, gátu átíð vænzt árangurs."

Í þessum þætti fjalla ég um gagnrýni Ármanns á staðnað stjórnmálalíf og almenn áhugaleysi á stjórnmálum. Í mörgu gæti sú gagnrýni hafa verið sett fram í dag. 

Þegar þjóð er í höftum

Þegar þjóð er í höftum

March 28, 2021

Eftir að hinni eiginlegu sjálfstæðisbaráttu lauk með stofnun lýðveldisins árið 1944, hafa atvinnufrelsi, réttindi einstaklinga, forræðishyggja og haftakerfi verið þungamiðja í pólitískum átökum hér á landi. Þótt oft hafi gengið hægt að hrinda stefnumálum í framkvæmd hefur hugmyndafræði frjálsræðis hægt og bítandi náð yfirhöndinni þótt á stundum verði bakslag.

Múrar haftabúskapar hrundu ekki af sjálfu sér. Verslunarfrelsi fékkst ekki án átaka. Innflutningsskrifstofa ríkisins, sem útdeildi leyfum til innflutnings, var ekki lögð niður fyrr en í fulla hnefana. Það þurfti margar og ítrekaðar tilraunir til að tryggja frelsi á öldum ljósvakans – afnám einokunar ríkisins á útvarps- og sjónvarpsrekstri mætti harðri andstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn einn stóð einhuga að því að leyfa vindum frelsis að leika um útvarp og sjónvarp. Það þurfi einbeittan vilja til að brjóta einokun ríkisins á fjarskiptamarkaði á bak aftur og innleiða samkeppni.

Það er á grunni hugmyndafræði einstaklings- og athafnafrelsis sem einkaaðilar hafa fengið að blómstra innan menntakerfisins; Hjallastefnan, Háskólinn í Reykjavík, Verslunarskólinn, Tækniskólinn svo dæmi séu nefnd. Með því að innleiða fjölbreytni inn í menntakerfið hefur möguleikum ungs fólks verið fjölgað.

Dæmin eru miklu fleiri, stór og smá.

Árið 1988 kom út bókin Þjóð í hafti eftir Jakob F. Ásgeirsson, rithöfund og sagnfræðing. Ég sæki efnivið til þessarar stórmerku bókar sem allir ættu að lesa. 

Flatur tekjuskattur og saga af tíu vinum

Flatur tekjuskattur og saga af tíu vinum

March 24, 2021

Ég hef lengi verið sannfærður um að tekjuskattskerfi einstaklinga sé ranglátt og vinni gegn þeim markmiðum sem stjórnmálamenn segjast vilja ná;  að vera tekjujöfnunartæki á sama tíma og tekjur ríkisins séu tryggðar, jafnvel hámarkaðar.

Þrepaskipt tekjuskattskerfi með tekjutengingum og háum jaðarsköttum er með innbyggðan galla sem vinnur gegn launafólki ekki síst því sem er með lægstu tekjurnar. Halda má því fram að eftir því sem staða fólks á vinnumarkaði er lakari því óréttlátara er tekjuskattskerfið.

Fyrir nokkrum árum setti ég fram tillögu um flatan tekjuskatt – eina skattprósentu óháð tekjum – en um leið taka upp nýjan persónuafsláttur sem lækki eftir því sem tekjur hækka. Í slíku kerfi er réttlætanlegt að ónýttur persónuafsláttur sé greiddur út – s.s. tekjuskattur þeirra sem lakast standa verður neikvæður. Um þetta er fjallað að þessu sinni og um leið sögð saga af tíu vinum og hvernig þrepaskiptin í skattkerfinu virkar.

Ríkishyggja og fjárhagslegt sjálfstæði

Ríkishyggja og fjárhagslegt sjálfstæði

March 5, 2021

Mörg­um finnst það merki um ómerki­leg­an hugsana­gang smá­borg­ar­ans að láta sig dreyma um að launa­fólk geti tekið virk­an þátt í at­vinnu­líf­inu með því að eign­ast í fyr­ir­tækj­um, litl­um og stór­um. Til­raun­ir til að ryðja braut launa­fólks inn í at­vinnu­lífið m.a. með skatta­leg­um hvöt­um eru eit­ur í bein­um þeirra.

Ég hef áður vakið at­hygli á því hvernig skipu­lega er alið á fjand­skap í garð atvinnulífs­ins, ekki síst sjáv­ar­út­vegs­ins. Jafn­vel stjórn­mála­menn, sem á hátíðarstund­um segj­ast tals­menn öfl­ugs at­vinnu­lífs, falla í póli­tísk­an forarpytt – popúl­isma – og taka þátt í að kynda und­ir tor­tryggni og andúð í garð ein­stakra fyrir­tækja eða at­vinnu­greina.

 

 

Podbean App

Play this podcast on Podbean App