Óli Björn - Alltaf til hægri
Merkingarlausar heitstrengingar

Merkingarlausar heitstrengingar

June 20, 2021

Í ræðu og rit áttu Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon eitt sameiginlegt umfram margt annað; þau voru baráttufólk fyrir beinu lýðræði. Sem stjórnarandstæðingar var aukinn réttur landsmanna til að kjósa um mikilvæg mál í þjóðaratkvæðagreiðslu, þeim hugleikinn. Sem forystumenn í vinstri ríkisstjórninni 2009 til 2013, fengu þau ítrekuð tækifæri til að láta drauminn rætast. Í öll skiptin börðust þau hins vegar gegn því að leitað yrði álits þjóðarinnar. Heitstrengingar um beint lýðræði og aukin áhrif almennings á mikilvæg málefni, reyndust innantóm.

Með vind í seglum og langan verkefnalista

Með vind í seglum og langan verkefnalista

June 18, 2021

Ég hef talið mig skynja að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé með vind í segl­um um allt land. Með öfl­ug­um frambjóðend­um en ekki síður skýrri stefnu og málflutn­ingi eiga sjálf­stæðis­menn mögu­leika á því að standa að lokn­um kosn­ing­um um fjöl­menn­an og öfl­ug­an þing­flokk, sem gef­ur styrk til að hrinda hug­sjón­um  í fram­kvæmd.

Verk­efna­list­i fyrir komandi ár er svo sann­ar­lega lang­ur. Hvort það tekst að hrinda öll­um verk­efn­um í fram­kvæmd og klára þau, ræðst ekki síst af úr­slit­um kosn­ing­anna í sept­em­ber.

Podbean App

Play this podcast on Podbean App