Óli Björn - Alltaf til hægri
Háðsádeilur í þjóðfélögum skortsins

Háðsádeilur í þjóðfélögum skortsins

July 29, 2021

Kennari spyr nemanda: „Hver er móðir þín og hver er faðir þinn?

Nemandinn: Móðir mín er Rússland en faðir minn Stalín.

„Mjög gott,“ segir kennarinn. „Og hvað langar þig til að verða þegar þú verður stór“

„Munaðarleysingi“ svarar nemandinn.

Háðsádeil­ur, skop­sög­ur, brand­ar­ar eða sa­tír­ur, voru hluti af dag­legu lífi al­menn­ings í Sov­ét­ríkj­un­um og lepp­ríkj­um þeirra, und­ir ógn­ar­stjórn komm­ún­ista. Hið sama á við um kúg­un­ar­stjórn­ir víða um heim hvort sem þær kenna sig við komm­ún­isma eða sósí­al­isma. Sög­urn­ar eru ádeila á ríkj­andi stjórn­ar­far og veita innsýn og oft betri skiln­ing á sam­fé­lög kúg­un­ar, en lang­ar frétta­skýr­ing­ar eða fræðigrein­ar.

Fyr­ir venju­legt fólk sem býr við ógn­ar­stjórn sósí­al­ista hafa brand­ar­ar og háð verið mik­il­væg sam­skipta­tæki sem mynda far­veg til að tjá gremju, reiði og fyr­ir­litn­ingu á stjórn­ar­far­inu. Í þjóðfé­lög­um skorts­ins verður háðsádeil­an ör­lít­il bylt­ing almúg­ans sem berst í bökk­um við að út­vega sér hvers­dags­leg­ar nauðsynja­vör­ur og lif­ir í stöðugum ótta.

Áskoranir og niðurstaða kosninga

Áskoranir og niðurstaða kosninga

July 20, 2021

Ein forsenda þess að Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í ríkisstjórn er að málefnasamningur og verk ríkisstjórnar, endurspegli skilning á samhengi skatta, ríkisútgjalda, hagvaxtar og velsældar. Að samkeppnishæfni þjóðar ráðist ekki síst af öflugum innviðum, hófsemd í opinberum álögum, greiðu aðgengi að erlendum mörkuðum, skilvirkni í stjórnkerfinu og hagkvæmum ríkisrekstri.

Þegar tekin er afstaða til þess hvort rétt sé að taka þátt í myndun nýrrar ríkisstjórnar skiptir margt máli. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki tekið þátt í ríkisstjórn sem heldur áfram að ríkisvæða heilbrigðiskerfið. En fleira skiptir máli. Uppbygging og endurskipulagning menntakerfisins er eitt. Skynsamleg og sjálfbær nýting náttúruauðlinda annað. Jákvætt viðhorf til atvinnulífsins er skilyrði. Að gera launafólki kleift að taka með beinum hætti þátt í rekstri fyrirtækja er mikilvægt og byggja þannig fleiri stoðir undir fjárhagslegt sjálfstæði heimilanna, er lykillinn að hjarta sjálfstæðismanna. Og fleira skiptir miklu, en verður ótalið að þessu sinni.

Podbean App

Play this podcast on Podbean App