Óli Björn - Alltaf til hægri
Hugmyndafræði öfundar og átaka

Hugmyndafræði öfundar og átaka

August 30, 2021

Baráttan um hylli kjósenda er margbreytileg en ekki síbreytileg – aðeins aðferðirnar breytast í takt við tæknina.

Margir stjórnmálamenn eru sannfærðir um að hægt sé að ná verulegum árangri með því að ýta undir öfund og tortryggni meðal almennings. Raunar byggir hugmyndafræði sumra þeirra hreinlega á öfund, sundurþykkju og átökum þar sem nágrönnum er att saman, stétt gegn stétt, landbyggð gegn höfuðborg. Þetta er hugmyndafræði sem rekur fleyg milli þeirra sem yngri eru og þeirra eldri, milli launafólk og atvinnurekenda.

Þolgæði, úthald, kraftur

Þolgæði, úthald, kraftur

August 16, 2021

Ein helsta áskorun sem við Íslendingar þurfum að takast á við er að auka framleiðni á öllum sviðum, jafnt í opinbera geiranum sem og í atvinnulífinu öllu. Strangar reglugerðir kæfa samkeppni. Hindranir fyrir nýja innlenda eða erlenda aðila inn á markað eru miklar og það kemur í veg fyrir samkeppni. Þung stjórnsýslubyrði og umfangsmiklar og oft flóknar leyfisveitingar og leyfiskerfi virka sem vörn fyrir þá sem eru fyrir á fleti en draga úr frumkvöðlum og gera sprotafyrirtækjum erfitt fyrir.

Ég hef í gegnum árin reynt að vekja athygli á því að fjárstjórn ríkisins snúist ekki síst um að nýta takmarkaða fjármuni með skynsamlegum hætti. Forgangsröðun útgjalda, skipulag ríkisrekstrar og hvernig opinber þjónusta er skipulögð skiptir almenning æ meira máli. Hvernig sameiginlegir fjármunir og eignir eru nýtt í þau verkefni sem við höfum falið ríkinu að annast og/eða fjármagna er mikilvægara fyrir almenning en að hámarka tekjur sem renna í gegnum ríkiskassann.

Podbean App

Play this podcast on Podbean App