Óli Björn - Alltaf til hægri
Gegn eigendum lítilla fyrirtækja

Gegn eigendum lítilla fyrirtækja

October 27, 2021

Aðeins fjögur lönd innan OECD leggja á stóreignaskatt / auðlegðarskatt - Noregur, Kólumbía, Spánn og Sviss. Á undanförnum áratugum hafa æ fleiri lönd horfið frá slíkri skattheimtu og horfa fremur til þess að skattleggja flæði fjármagns en stöðu. Fyrir þessu eru margar ástæður enda skatturinn óskilvirkur, erfitt er að skilgreina skattstofninn og skattheimtan skilað litlu en valdið efnahagslegum skaða. Að mati OECD eru í besta falli takmörkuð rök fyrir því að leggja auðlegðarskatt til viðbótar við erfðafjárskatta og fjármagnstekjuskatt, hvort sem horft er til skilvirkni eða jöfnuðar.

Að þessu sinni verður fjallað um hugmyndir um að leggja að nýju á stóreignaskatt á hreina eign einstaklinga og því haldið fram að um efnahagslega firru sé að ræða sem mun draga úr fjárfestingum og vilja einstaklinga til efnahagslegra athafna. Skatturinn er aðför að eigendum lítilla og meðalstórra fyrirtækja, refsar ungu fólki sérstaklega og ýtir undir fjármagnsflótta. 

 

Sjálfstæðir fjölmiðlar í súrefnisvél

Sjálfstæðir fjölmiðlar í súrefnisvél

October 25, 2021

Ríkisútvarpið hefur notið þess að faðmur flestra stjórnmálamanna er mjúkur og hlýr. Í hugum þeirra á allt umhverfi frjálsra fjölmiðla að mótast af hagsmunum ríkisrekna fjölmiðlafyrirtækisins. Ríkisstyrkir til sjálfstæðra fjölmiðla eru því ekki annað en fórnarkostnaður vegna Ríkisútvarpsins, – skjólveggur um Efstaleiti gegn vindum breytinga og framþróunar.

Formaður Blaðamannafélagsins heldur því fram að fjölmiðlar verði ekki til án ríkisstyrkja. Nöturleg framtíðarsýn. 

Erfið og flókin brúarsmíði

Erfið og flókin brúarsmíði

October 24, 2021

Með hliðsjón af úrslitum kosninganna væri fráleitt annað en að forystumenn stjórnarflokkanna láti reyna á það hvort ekki séu forsendur til að halda samstarfinu áfram og það hafa þeir gert síðustu vikurnar. En verkefnið er langt í frá einfalt. Þrátt fyrir allt er hugmyndafræðilegur ágreiningur verulegur, allt frá skipulagi heilbrigðiskerfisins til orkunýtingar og orkuöflunar, frá sköttum til ríkisrekstrar, frá þjóðgörðum til skipulagsmála, frá refsingum og þvingunum í loftslagsmálum til jákvæðra hvata og nýtingar tækifæra í orkuskiptum. Forystumenn stjórnarflokkanna þurfa að leiða ágreining í þessum málum og fleirum „í jörð“ ef ákveðið verður að endurnýja samstarfið. Niðurstöður kosninganna verða hins vegar illa túlkaðar með öðrum hætti en þeim að til þess hafi formenn stjórnarflokkanna skýrt umboð meirihluta kjósenda.
Fáum getur dulist að í mörgum málum er langt á milli stjórnarflokkanna. Brúarsmíðin verður flókin og krefst útsjónarsemi og lagni smiðsins. Sá trúnaður og traust sem ríkt hefur á milli forystumanna stjórnarflokkanna hjálpar.
Um þetta og niðurstöðu kosninganna er fjallað að þessu sinni.

Podbean App

Play this podcast on Podbean App