Óli Björn - Alltaf til hægri
Stjórnlyndi á vaktinni

Stjórnlyndi á vaktinni

November 15, 2021

Stjórnlyndir samfélagsverkfræðingar og ríkisreknar barnfóstrur láta ekki að sér hæða og eru alltaf á vaktinni. En framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar leggja ekki árar í bát. Þeir finna nýjar leiðir, móta nýjar hugmyndir og ryðja farveg þar sem tækni samtímans er nýtt. Á undanförnum árum hefur komið fram á sjónarsviðið fjöldi hlaðvarpa sem mörg hver hafa notið mikilla vinsælda. Fjölbreytileikinn virðist óendanlegur; þjóðmál, sagnfræði, kvenréttindi, heilsa, hugleiðsla, listir og menning, íþróttir og raunar nær allt mannlegt. Halda má því fram að hlaðvörp framtakssamra einstaklinga hafi verið og séu vaxtarbroddar íslenskrar fjölmiðlunar síðustu misserin. Þegar efnilegir vaxtarbroddar ná að festa rætur getur kerfið – báknið – ekki á sér setið. En í stað þess að vökva er klipið og sært.

Loftlagskvíði og barneignir

Loftlagskvíði og barneignir

November 13, 2021

Lækkandi fæðingartíðni hefur fylgt vaxandi velmegun þjóða. Að þessu leyti sker Ísland sig ekki úr, þótt þróunin hafi að nokkru verið hægari hér á landi en í nágrannalöndunum. Vísbendingar eru hins vegar um að aðrir þættir en efnahagslegir kunni að verða ráðandi í framtíðinni þegar kemur að lýðfræðilegri þróun þjóða.

Í september síðastliðnum var kynnt í læknatímaritinu Lancet niðurstaða viðamikillar rannsóknar meðal tíu þúsund ungmenna á aldrinum 16 til 25 ára í tíu löndum um loftslagskvíða og áhrif loftslagsbreytinga á líf þeirra. Niðurstöðurnar eru sláandi.

Innleiðum samkeppni í grunnskólann

Innleiðum samkeppni í grunnskólann

November 11, 2021

Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að okkur Íslendingum hafa verið mislagðar hendur í mörgu þegar kemur að grunnmenntun barnanna okkar. Grunnskólinn er sá dýrasti á Vesturlöndum en börnin standa jafnöldrum sínum í nágrannalöndunum að baki í undirstöðugreinum. Vísbendingar eru um að kulnun í starfi meðal grunnskólakennara sé að aukast sem beinir athyglinni að starfsumhverfi, starfskjörum og umbun kennara.

PISA er alþjóðlegt könnunarpróf á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar [OECD] sem mælir lesskilning 15 ára nemenda og læsi þeirra á stærðfræði og náttúruvísindi. Síðasta könnunin var gerð árið 2018. Niðurstaða bendir til að alvarlegar brotalamir sé að finna í íslensku menntakerfi.

Gott, öflugt og fjölbreytt menntakerfi er mikilvægur hornsteinn íslensks samfélags. Menntun er spurning um samkeppnishæfni landsins og þar með lífskjara, ekki síður en mikilvirkasta tæki til jöfnuðar. Grunnskólinn er undirstaða alls í menntamálum þjóðarinnar. Vísbendingar um brotalamir við menntun grunnskólabarna ber að taka alvarlega án þess að mála allt svörtum litum.

Podbean App

Play this podcast on Podbean App