Óli Björn - Alltaf til hægri

Þumalputtaregla á kosningaári

January 8, 2021

Með dyggri aðstoð hag­fræðinga, hætta stjórnmálamenn líklega aldrei að deila um hvernig skyn­sam­leg­ast sé að bregðast við efna­hags­leg­um sam­drætti. Jafn frá­leitt og það hljóm­ar eru marg­ir þeirr­ar skoðunar að best sé að minnka súr­efnið til atvinnu­lífs­ins og heim­il­anna, með hækk­un skatta og gjalda. Ekki eru mörg ár síðan rík­is­stjórn brást við efna­hags­legu áfalli með þeim hætti. En jafn­vel ein­fald­ur lærdóm­ur vefst fyr­ir mörg­um, ekki síst þeim sem telja ríkið upp­haf og endi alls – hina eig­in­legu upp­sprettu verðmæta.

Í upphafi kosningaárs liggur fyrir að mikilvægasta verkefni stjórnvalda er að tryggja örugga og hraða bólusetningu landsmanna gegn kórónuveirunni. Efnahagsleg velferð er í húfi og þar með geta okkar til að standa undir góðum lífskjörum og öflugu velferðarsamfélagi til framtíðar. Við höfum ekki endalaust úthald til verja fyrirtæki, heimili og velferðarkerfið með þeim hætti sem gert hefur verið síðustu mánuði.

Til einföldunar getum við stuðst við þumalputtareglu. Hver dagur þar sem barist er við kórónuveiruna og efnahagslífið er lamað með þeim hætti sem raun er, kostar ríkissjóð um einn milljarð króna – hver vika sjö milljarða. Það má því halda því fram að janúar kosti sameiginlegan sjóð okkar 30 milljarða, annars vegar í auknum útgjöldum og hins vegar lægri tekjum. Að óbreyttu bætast 28 milljarðar við í febrúar. Og þannig koll af kolli uns hjólin komast aftur af stað. Þá er ekki talinn með kostnaður sveitarfélaga, fyrirtækja eða heimila, eða sá efnahagslegi fórnarkostnaður sem er samfara faraldrinum. Lakari lífsgæði og félagslegur kostnaður verða aldrei metin til fjár.

Podbean App

Play this podcast on Podbean App