Episodes
Wednesday Apr 28, 2021
„Stóra-lausnin"
Wednesday Apr 28, 2021
Wednesday Apr 28, 2021
Á sama tíma og Samfylkingin virðist hafa gefist upp á sínu helsta baráttumáli – aðild Íslands að Evrópusambandinu – hefur Viðreisn ákveðið að blása að nýju, eftir nokkurt hlé, í lúðra Brussels. Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram þingsályktun þar sem ríkisstjórninni er falið „að hefja undirbúning að endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu“.
Ekki er hægt að skilja greinargerð þingsályktunartillögunnar á annan hátt en að kórónuveirufaraldurinn hafi kveikt aftur vonir í ESB-hjörtum Viðreisnar. Fullyrt er að afleiðingar faraldursins hafi „gjörbreytt efnahagslegum aðstæðum og að Ísland þurfi þess vegna „að nýta öll möguleg tækifæri sem örvað geta nýsköpun, eflt viðskipti og styrkt hagvöxt“. Aukin aðljóðleg samvinna sé óhjákvæmileg og lokaskrefið „til fullrar aðildar að Evrópusambandinu er nærtækasti og áhrifaríkasti kosturinn í þessu efni“.
Rökstuðningur fyrir að aðild að Evrópusambandinu hafa því lítið breyst frá árinu 2009. Vantrúin á flest það sem er íslenskt er rauði þráðurinn. Í stað þess að móta stefnu í utanríkisviðskiptum sem hefur það að markmiðið að fjölga kostunum í samskiptum við aðrar þjóðir, er skipulega reynt að fækka þeim. „Stóra-lausnin“ átti að vera evra og Evrópusambandið.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.