Episodes
Thursday Dec 22, 2022
Að láta sig dreyma og gefast ekki upp
Thursday Dec 22, 2022
Thursday Dec 22, 2022
Löggjafinn mótar lögin og þær leikreglur sem eru í gildi á hverjum tíma. Forréttindi Ríkisútvarpsins og ójöfn og erfið staða sjálfstæðra fjölmiðla, er ákvörðun sem nýtur stuðnings meiri hluta þingmanna. Ég hef orðað þetta þannig að mjúkar hendur og hlýjar faðma Ríkisútvarpið á hverju ári. Þetta sést ágætlega þegar horft er til framlaga ríkisins til ríkismiðilsins sem fjármögnuð eru með útvarpsgjaldi.
En þótt erfitt hafi verið að tryggja heilbrigðra rekstrarumhverfi sjálfstæðra fjölmiðla kemur ekki til greina að leggja árar í bát. Í baráttu fyrir framgangi hugmynda, að ekki sé talað um baráttu fyrir tilvist öflugra frjálsra fjölmiðla, er ekki aðeins nauðsynlegt að láta sig dreyma heldur neita að gefast upp.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.