Episodes
Sunday Sep 12, 2021
Af bílslysi og gölluðu frumvarpi
Sunday Sep 12, 2021
Sunday Sep 12, 2021
Eitt helsta loforð vinstri stjórnarinnar 2009 til 2013 – ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, var að endurskoða lög um stjórn fiskveiða. Í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar sem oftast er kennd við Jónönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússonar var sagt að markmiðið væri að „skapa sátt meðal þjóðarinnar um eignarhald og nýtingu auðlinda sjávar“ og um leið að „leggja grunn „að innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda á 20 ára tímabili í samræmi við stefnu beggja flokka“.
Vægt er til orða tekið að halda því fram að ríkisstjórninni hafi verið mislagðar hendur við að hrinda þessu stefnumáli sínu í framkvæmd. Tillögum sáttanefndar var hent út í hafsauga, álit sérfræðinga var hundsað og þess í stað reynt að þvingja breytingum í gegnum þingið. En ríkisstjórnin sigldi á sker og ráðherrar vildu ekki kannst við neitt. Forsætisráðherra sagði frumvarp eigin ríkisstjórnar vera að mörgu leyti gallað og annars sagði að um bílslys hefði verið að ræða.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.