Episodes
Tuesday Jul 20, 2021
Áskoranir og niðurstaða kosninga
Tuesday Jul 20, 2021
Tuesday Jul 20, 2021
Ein forsenda þess að Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í ríkisstjórn er að málefnasamningur og verk ríkisstjórnar, endurspegli skilning á samhengi skatta, ríkisútgjalda, hagvaxtar og velsældar. Að samkeppnishæfni þjóðar ráðist ekki síst af öflugum innviðum, hófsemd í opinberum álögum, greiðu aðgengi að erlendum mörkuðum, skilvirkni í stjórnkerfinu og hagkvæmum ríkisrekstri.
Þegar tekin er afstaða til þess hvort rétt sé að taka þátt í myndun nýrrar ríkisstjórnar skiptir margt máli. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki tekið þátt í ríkisstjórn sem heldur áfram að ríkisvæða heilbrigðiskerfið. En fleira skiptir máli. Uppbygging og endurskipulagning menntakerfisins er eitt. Skynsamleg og sjálfbær nýting náttúruauðlinda annað. Jákvætt viðhorf til atvinnulífsins er skilyrði. Að gera launafólki kleift að taka með beinum hætti þátt í rekstri fyrirtækja er mikilvægt og byggja þannig fleiri stoðir undir fjárhagslegt sjálfstæði heimilanna, er lykillinn að hjarta sjálfstæðismanna. Og fleira skiptir miklu, en verður ótalið að þessu sinni.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.