Óli Björn - Alltaf til hægri

Baráttan gegn hugmyndum Davíðs um dreift eignarhald

January 22, 2021

Í tengslum við væntanlega sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hafa eðlilega orðið umræður um kosti þess og galla að tryggja dreift eignarhald á helstu fjármálafyrirtækjum landsins. Forvitnilegt er að rifja upp baráttu Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, fyrir lagasetningu til að tryggja dreift eignarhald og valddreifingu í fjármálakerfinu.

Þegar ræður og viðtöl fyrir og um síðustu aldamót eru skoðuð er greinilegt að Davíð var sannfærður um að rétt væri að setja lög um hámarks eignarhlut einstakra hluthafa í fjármálafyrirtækjum. Ekki sé „æskilegt að menn hafi á tilfinningunni að það séu einhver önnur sjónarmið, sem ráði stefnu banka, en almenn arðsemissjónarmið, eins og einhverjir þröngir hagsmunir ráðandi hóps," sagði Davíð í viðtali. Hann hafði hafði miklar áhyggjur af valdasamþjöppun í viðskiptalífinu en skoðanir hans urðu undir. Pólitískir andstæðingar Davíðs börgðust hart gegn hugmyndum um að lögfesta dreit eignarhald fjármálafyrirtækja. 

Podbean App

Play this podcast on Podbean App