Episodes
Wednesday Aug 03, 2022
Barnaleg stefna Evrópu í orkumálum
Wednesday Aug 03, 2022
Wednesday Aug 03, 2022
Íslendingar, líkt og allar aðrar frjálsar þjóðir, hafa verið minntir harkalega á hve sameiginlegt öflugt varnarsamstarf NATO er mikilvægt. Værukærð, sakleysi eða rómantískar hugmyndir um vopnleysi og friðelskandi heim eru tálsýn sem í gegnum söguna hefur kostað þjóðir sjálfstæði og milljónir manna lífið.
Svívirðileg innrás Rússlands í Úkraínu undir stjórn hrotta sem virðir hvorki sjálfstæði þjóða né frelsi einstaklinga hefur leitt vel í ljós hversu berskjaldaðar frjálsar þjóðir geta orðið gagnvart yfirgangi, þegar þær eru efnahagslega háðar þrælmennum. Engu er líkara en að barnaleg stefna helstu ríkja Evrópu í orkumálum hafi fyrst og síðast falist í því að verða stöðugt háðari Rússlandi um olíu og gas.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.