Episodes
Monday Mar 16, 2020
Covid-19: Stundum eiga stjórnmálamenn að þegja
Monday Mar 16, 2020
Monday Mar 16, 2020
Stjórnmálamenn verða að beita sjálfa sig aga og standa þétt við bakið á sérfræðingum sem stjórna baráttunni gegn illvígum vírus. Við sem sitjum á Alþingi getum haft okkar skoðanir á einstökum ákvörðunum þeirra en við verðum að hafa andlegan styrk til að þegja að þessu sinni. Við þurfum að einbeita okkur að öðru - efnahagslegum aðgerðum til að lágmarka skaðann fyrir íslensk fyrirtæki og heimili.
Covid-19 ætlar að reynast alþjóðlegu efnahagslífi þyngri í skauti en nokkur reiknaði með. Hversu alvarleg eða langvarandi efnahagslegu áhrifin eru veit enginn. En við Íslendingar erum betur í stakk búnir en flestar aðrar þjóðir til að takast á við vandann - jafnt á sviði heilbrigðisþjónustu sem efnahagsmála. Við höfum safnað korni í hlöðurnar á undanförnum árum.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.