Episodes
Thursday Apr 01, 2021
Eldhuginn Eykon
Thursday Apr 01, 2021
Thursday Apr 01, 2021
Eyjólfur Konráð Jónsson – eða Eykon eins og hann var alltaf kallaður, fæddist í Stykkishólmi árið 1928 en hann lést 1997 þá aðeins tæplega 69 ára. Hann varð stúdent frá Verslunarskóla Íslands 1949, lauk lögfræðiprófi 1955, féll málflutningsréttindi ári síðar og varð hæstaréttarlögmaður 1962.
Eykon var frumkvöðull – eldheitur hugsjónamaður, sem þoldi illa lognmollu og kyrrstaða var honum ekki að skapi. Hann var einn af stofnendum Almenna bókafélagsins árið 1955 og framkvæmdastjóri til 1960 þegar hann varð einn ritstjóra Morgunblaðsins. Því starfi sinnti hann til 1974 þegar hann var kjörinn á þing við Sjálfstæðisflokkinn í Norðurlandskjördæmi vestra. Áður hafði hann verið varaþingmaður. Á þingi sat Eykon til ársins 1995 og var þingmaður Reykvíkinga frá 1987.
Eykon var skemmtilegur maður, gat verið nokkuð ör og á stundum virkaði hann taugaveiklaður, en taugarnar voru sterkar, honum lá bara á – vildi að hlutirnir gerðust. Eykon var maður athafna, talsmaður einkaframtaksins og takmarkaðra ríkisafskipta. Eldheitur hugsjónamaður fyrir þátttöku almennings í atvinnulífinu. Hann lét ekki nægja að tala heldur framkvæmdi, var einn frumkvöðla í fiskeldi, forgöngumaður í iðnaði og frumkvöðull að stofnun Fjárfestingarfélag Íslands, sem innleiddi nýja hugsun inn í staðnað fjármálakerfi. Hann hafði einnig mikil afskipti af utanríkismálum og hafréttarmálum.
Ég fjalla stuttlega um hugmyndir Eykons í atvinnumálum og afstöðu hans til útþenslu ríkisins.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.