Episodes
Thursday Feb 17, 2022
Frá hungurmörkum til bjargálna, arðsemi og sjálfbærni
Thursday Feb 17, 2022
Thursday Feb 17, 2022
Með kvótakerfinu var hægt en örugglega sagt skilið við kerfi sem var fjármagnað með lakari lífskjörum almennings. Fyrir daga kvótakerfisins var útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum haldið við hungurmörk með millifærslum og gengisfellingum. Auðlindum var sóað og sóknarkerfi og pólitísk miðstýring leiddi til offjárfestingar.
Kerfið allt var rotið – gegnsýrt af millifærslum til að styðja við óhagkvæman og ósjálfbæran sjávarútveg. Búin var til eins konar vítisvél þar sem gengi krónunnar var eitt helsta hagstjórnartækið og það fellt reglulega. Gengisfelling, gengissig, gengisaðlögun urðu orð sem voru flestum töm – hluti af veruleika íslensks launafólks sem bar byrðarnar til að halda óarðbærum atvinnurekstri áfram í súrefnisvél.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.