Episodes
Saturday Jan 08, 2022
Frelsið á ekki samleið með óttanum
Saturday Jan 08, 2022
Saturday Jan 08, 2022
Við getum ekki notað sömu baráttuaðferðir og í upphafi þegar óvinurinn var lítið þekktur. Við getum ekki gripið til harkalegri sóttvarna en þegar við vorum lítt varin og sent tugi þúsunda í einangrun eða sóttkví þegar langstærsti hluti landsmanna er bólusettur og alvarleg veikindi fátíð.
Við sem eldri erum getum ekki krafist þess að börn og unglingar sæti þvingunum til að verja heilsu okkar. Skylda okkar er að tryggja að ungt fólk fái að lifa og þroskast í samneyti við jafnaldra sína, geti stundað nám og félagsstörf, farið á böll og komið saman á góðri stundu. Sóttvarnaaðgerðir verða að taka mið af þessari skyldu.
Og sóttvarnaraðgerðir verða að taka mið af því að hægt sé að tryggja gangverk samfélagsins – að það stöðvist ekki. Stjórnvöld og þá ekki síst yfirvöld heilbrigðismála verða að hafa andlegt þrek til að hlusta á gagnrýni og svara áleitnum spurningum, án hroka eða kynda undir ótta almennings. Í lýðfrjálsu landi geta borgararnir aldrei sætt sig við að stjórnvöld nýti sér óttann til að réttlæta takmarkanir á mannlegum samskiptum.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.