Episodes
Friday Jul 10, 2020
Frelsismálin kalla oft á þolinmæði
Friday Jul 10, 2020
Friday Jul 10, 2020
Það er innbyggður hvati fyrir þingmenn að afgreiða lagafrumvörp og ályktanir. Hvatinn er öflugri en virðist við fyrstu sýn. Þetta á einnig við um ráðherra. Það er hreinlega ætlast til þess að hver og einn ráðherra leggi fjölda frumvarpa fram á hverjum einasta þingvetri, líkt og það sé heilög skylda að breyta lögum þótt ekkert kalli á slíkt. Ráðherrar eru vegnir og metnir, – af þingmönnum og fjölmiðlum – út frá fjölda en ekki gæðum lagafrumvarpa sem þeir leggja fram.
„Við þurfum að koma uppskerunni í hús," er leiðandi í verkum þeirra sem telja mestu skipta að afgreiða sem flest mál, ekki síst þau sem nefndir þingsins hafa tekið til umfjöllunar. Í sakleysi mínu hef ég bent á að hugsanlegt sé að hluti uppskerunnar sé ónýtur og geti því skemmt það sem þegar er komið í hlöðurnar. Sum mál – frumvörp ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu – eru einfaldlega þannig að hvorki himinn né jörð farast þótt þau dagi uppi og verði aldrei afgreidd (a.m.k. ekki óbreytt).
Þegar litið er yfir liðinn þingvetur verður að játa að frelsismálin voru ekki fyrirferðarmikil. En það voru nokkur mikilvæg skref stigin í rétta átt.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.