Óli Björn - Alltaf til hægri

Grænir skattar: Góð hugmynd?

January 15, 2020

Það hljómar ekki illa að leggja á græna skatta enda allt vænt sem er vel grænt. Umhverfisskattar eru ekki nýtt fyrirbæri en með aukinni vitund um náttúruvernd hefur verið lögð áhersla á að slíkir skattar skuli innheimtir. Vísbendingar eru um að grænir skattar hafi neikvæð áhrif á tekjulága hópa. Skattarnir leggjast hlutfallslega þyngra á tekjulága en hátekjufólk. Ekki má heldur gleyma því að möguleikar fólks til að breyta hegðun sinni eru oft í réttu hlutfalli við tekjur. Hátekjumaðurinn á auðveldara með að taka strax þátt í orkuskiptum með því að kaupa sér rafmagnsbíl (og njóta raunar töluverðra ívilnana) en unga fjölskyldan sem hefur ekki efni á öðru en halda áfram að nota gamla bensínfjölskyldubílinn.

Sé tilgangurinn að baki grænum sköttum að stuðla að breyttri hegðun fyrirtækja og einstaklinga til að ná fram ákveðnum markmiðum í umhverfismálum, liggur það í hlutarins eðli að skattarnir skila æ minni tekjum eftir því sem árin líða.

Podbean App

Play this podcast on Podbean App