Episodes
Saturday Oct 17, 2020
Grafið undan hornsteinum lýðræðis
Saturday Oct 17, 2020
Saturday Oct 17, 2020
Lýðræðið hvílir á mörgum hornsteinum. Málfrelsi þar sem ólíkar skoðanir takast á er einn þessara steina. Friðsamleg stjórnarskipti að loknum opnum og frjálsum kosningum er annar hornsteinn. Í Bandaríkjunum og víða í öðrum lýðræðisríkjum er stöðugt grafið undan þeim báðum og þannig verður sífellt hættulegra að tapa kosningum.
Hafi sagan kennt okkur eitthvað þá eru það þessi einföldu sannindi: Frelsi þrífst ekki án frjálsra og opinna skoðanaskipta. En þrátt fyrir þennan lærdóm virðast borgarar lýðræðisríkja ekki alltaf skynja þegar frelsinu er ógnað. Kannski er það vegna þess að ógnvaldurinn skiptir stöðugt um andlit, breytir aðferðum og orðanotkun. Kannski er sinnuleysið afleiðing velmegunar. Ef til vill kemur óttinn við afleiðingar í veg fyrir að tekið sé til máls.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.