Episodes
Thursday Jul 29, 2021
Háðsádeilur í þjóðfélögum skortsins
Thursday Jul 29, 2021
Thursday Jul 29, 2021
Kennari spyr nemanda: „Hver er móðir þín og hver er faðir þinn?
Nemandinn: Móðir mín er Rússland en faðir minn Stalín.
„Mjög gott,“ segir kennarinn. „Og hvað langar þig til að verða þegar þú verður stór“
„Munaðarleysingi“ svarar nemandinn.
Háðsádeilur, skopsögur, brandarar eða satírur, voru hluti af daglegu lífi almennings í Sovétríkjunum og leppríkjum þeirra, undir ógnarstjórn kommúnista. Hið sama á við um kúgunarstjórnir víða um heim hvort sem þær kenna sig við kommúnisma eða sósíalisma. Sögurnar eru ádeila á ríkjandi stjórnarfar og veita innsýn og oft betri skilning á samfélög kúgunar, en langar fréttaskýringar eða fræðigreinar.
Fyrir venjulegt fólk sem býr við ógnarstjórn sósíalista hafa brandarar og háð verið mikilvæg samskiptatæki sem mynda farveg til að tjá gremju, reiði og fyrirlitningu á stjórnarfarinu. Í þjóðfélögum skortsins verður háðsádeilan örlítil bylting almúgans sem berst í bökkum við að útvega sér hversdagslegar nauðsynjavörur og lifir í stöðugum ótta.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.