Episodes
Friday Oct 02, 2020
Hagsmunabandalög og sundraðir skattgreiðendur, neytendur og kjósendur
Friday Oct 02, 2020
Friday Oct 02, 2020
Félög eða samtök mismunandi hagsmuna er komið á fót ekki aðeins til að gæta almennra hagsmuna félagsmanna heldur ekki síður til að afla forréttinda eða fyrirgreiðslu frá stjórnvöldum og eru ein ástæða þess að ríkið hefur þanist út.
Ekkert er óeðlilegt við að hagsmunasamtök vinni að framgangi þeirra mála sem varða félagsmenn þeirra mestu. Þetta á við um samtök fyrirtækja og launafólks, sem öll vinna hins vegar að einhvers konar sérhagsmunum – en það er rétt að hafa í huga að á stundum geta sérhagsmunir ekki aðeins farið saman við hagsmuni almennings heldur beinlínis eflt þá og styrkt enda oft barist fyrir framgangi mikilvægra réttlætismála sem snerta flesta ef ekki alla.
Sérhagsmunabandalögin eru fjölmörg og fleiri en flestir gera sér grein. Hagsmunabandalög eru hluti af frjálsu samfélagi en eftir því sem umsvif hins opinbera – ríkis og sveitarfélaga – eru meiri því nauðsynlegra er talið að mynda félög eða samtök til að tryggja hag einstakra hópa, atvinnugreina eða fyrirtækja.
Fáir Íslendingar standa utan við sérhagsmunabandalög af einhverju tagi.
Hagsmunahópar geta og hafa mikil áhrif á störf og stefnu stjórnmálamanna, stjórnmálaflokka og þar með stjórnvalda og því er mikilvægt að átta sig á hvers vegna.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.