Episodes
Thursday May 12, 2022
Hugmyndafræði skiptir máli í sveitarstjórnum
Thursday May 12, 2022
Thursday May 12, 2022
Það er misskilningur að halda því fram að hugmyndafræði skipti engu í sveitarstjórnum. Reynslan sýnir annað. Á meðan einn frambjóðandi berst fyrir lægri álögum gefur hinn loforð um aukin útgjöld. Frambjóðandi sem leggur áherslu á valfrelsi borgaranna getur aldrei átt samleið með þeim sem vill steypa alla í sama mótið. Stjórnmálamaður sem talar fyrir aðhaldssemi í rekstri kemur ekki fram og gefur út kosningavíxla og tugmilljarða loforð. Slíkt gerir aðeins sá sem annað hvort ætlar ekki að efna gefin fyrirheit eða stefnir að því að láta kjósendur borga brúsann að fullu. Stjórnmálamaður sem berst fyrir sífellt auknum útgjöldum hefur litlar áhyggjur af þungum álögum á íbúana. Áhugi hans snýst um að láta engin tækifæri til tekjuöflunar fram hjá sér fara og ef nauðsynlegt er að skuldsetja sveitarsjóð.
Það er borin von að álögur á borgarbúa lækki á komandi árum haldi núverandi meirihluti velli – enn eitt varadekkið breytir þar engu. Útsvarið lækkar ekki, þjónustugjöld lækka ekki. Fyrir launafólk sem býr í Reykjavík eru þetta slæmar fréttir. Verði stjórn borgarinnar óbreytt næstu fjögur árin er geta Reykvíkingar ekki gert sér miklar vonir um bætta þjónustu. Samgöngur verða áfram í ólestri og þar skiptir engu þótt gömul kosningaloforð um stokk séu endurnýjuð. Bolmagn borgarinnar til að ráðast í nauðsynlegar fjárfestingar í hagræðum og félagslegum innviðum verður takmarkað.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.