Episodes
Friday Jan 29, 2021
Hvað á ríkið að gera?
Friday Jan 29, 2021
Friday Jan 29, 2021
Með réttu má segja að ríkið fylgi okkar frá vöggu til grafar. Flestir fæðast á fæðingardeildum sjúkrahúsa sem rekin eru af ríkinu, hljóta menntun sem greidd er úr sameiginlegum sjóði. Nær allir, ef ekki allir Íslendingar njóta aðstoðar hins opinbera; þegar veikindi steðja að, atvinnuleysi, slys, fátækt, örorka eða þegar farið er á eftirlaun. Öll greiðum við skatta, ef ekki af tekjum þá óbeint þegar við kaupum í matinn eða setjum bensín á bílinn. Stór hluti þjóðarinnar er í vinnu hjá hinu opinbera, þúsundir eru í vinnu við að þjónusta opinbera aðila og hinir eiga mikið undir ríkinu komið. Við keyrum öll um götur og vegi sem lagðir hafa verið fyrir almennafé, losnum við skólp í gegnum sameiginleg holræsi, fáum vatn og rafmagn frá opinberum aðilum.
Á hverjum degi gerum við ákveðnar kröfur til þeirra sem standa okkur næst; til fjölskyldunnar, til vinnufélaganna og til náinna vina. Við erum tilbúin til að beita aga, gera kröfur um vinnubrögð, dugnað og útsjónarsemi. Við ætlumst til þess að orð standi. Því miður gerum við ekki sömu kröfur til ríkisins og við gerum til okkar nánustu.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.