Episodes
Thursday Nov 11, 2021
Innleiðum samkeppni í grunnskólann
Thursday Nov 11, 2021
Thursday Nov 11, 2021
Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að okkur Íslendingum hafa verið mislagðar hendur í mörgu þegar kemur að grunnmenntun barnanna okkar. Grunnskólinn er sá dýrasti á Vesturlöndum en börnin standa jafnöldrum sínum í nágrannalöndunum að baki í undirstöðugreinum. Vísbendingar eru um að kulnun í starfi meðal grunnskólakennara sé að aukast sem beinir athyglinni að starfsumhverfi, starfskjörum og umbun kennara.
PISA er alþjóðlegt könnunarpróf á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar [OECD] sem mælir lesskilning 15 ára nemenda og læsi þeirra á stærðfræði og náttúruvísindi. Síðasta könnunin var gerð árið 2018. Niðurstaða bendir til að alvarlegar brotalamir sé að finna í íslensku menntakerfi.
Gott, öflugt og fjölbreytt menntakerfi er mikilvægur hornsteinn íslensks samfélags. Menntun er spurning um samkeppnishæfni landsins og þar með lífskjara, ekki síður en mikilvirkasta tæki til jöfnuðar. Grunnskólinn er undirstaða alls í menntamálum þjóðarinnar. Vísbendingar um brotalamir við menntun grunnskólabarna ber að taka alvarlega án þess að mála allt svörtum litum.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.