Episodes

Tuesday Apr 08, 2025
Lagt til atlögu við frelsið
Tuesday Apr 08, 2025
Tuesday Apr 08, 2025
Hugmyndafræði Trumps á ekkert skylt við hugsjónir Ronalds Reagans sem var forseti Bandaríkjanna 1980 til 1988. Það er umhugsunarvert að báðir skuli tilheyra Repúblikanaflokknum.
Ronald Reagan trúði því að Bandaríkin hefðu ekki aðeins hag af frjálsum viðskiptum heldur bæru siðferðilega skyldu til að efla þau milli landa. Reagan var einn helsti talsmaður frjálsra viðskipta meðal stjórnmálaleiðtoga 20. aldar. Hann trúði því að opið og frjálst hagkerfi væri lykill að hagvexti, friði og framgangi frelsis um allan heim. Á meðan hann gegndi embætti reyndi hann að styðja við alþjóðlega viðskiptastefnu sem byggðist á lækkun tolla og aukinni samvinnu milli þjóða.
Hann gagnrýndi verndarstefnu og tolla harðlega sem langtímalausn. Að hans mati gerðu slíkar aðgerðir innlendan iðnað veikari og síður samkeppnishæfan.
Tolla- og verndarstefna sem Donald Trump hefur kynnt er hluti af vaxandi þjóðernishyggju víða um heim og gengur þvert á hugmyndir baráttumanna frelsis, s.s. Reagans, Friedmans og Hayeks. Þeirra sýn var skýr og rökræn - sýn sem byggir á þeirri einföldu sannfæringu að opið hagkerfi, þar sem fólk fær að versla frjálst yfir landamæri, gagnist öllum til lengri tíma.
Fylgjendur Trumps halda því hins vegar fram að tollastefnan sé hluti af stærri sýn — uppstokkun alþjóðlegra viðskiptareglna og endurheimt efnahagslegs fullveldis. En þegar upp er staðið er hætta sú að stefna Trumps sé lítið annað en atlaga að frelsi, öryggi og hagsæld.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.