Episodes
Thursday May 11, 2023
Leitin heldur áfram
Thursday May 11, 2023
Thursday May 11, 2023
Ég er oft spurður af ungu fólki sem þyrstir í upplýsingar um hugmyndafræði frelsis, hvar þeirra sé helst að leita. Við sem höfum skipað okkur undir fána frjálshyggjunnar, - trúnna á mátt og getu einstaklingsins og að frumréttur hans sé frelsið, andlegt og efnahagslegt frelsi – erum gæfusöm. Hundruð bóka standa okkur til boða eftir íslenska og erlenda hugsuði. Hayek, Friedman, Sowell, Mill, Popper og Nozicks, svo fáeinir séu nefndir. Ólafur Björnsson, Birgir Kjaran, Jón Þorláksson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson hafa hver með sínum hætti lagt mikilvægan skerf inn í íslenska hugmyndabaráttu. Þá er ónefndur Matthías Johannessen, ritstjóri og skáld, en í kistur hans hef ég alltaf leitað – sífellt meira eftir því sem árin líða.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.