Episodes
Sunday Sep 20, 2020
Lífið sjálft felur í sér áhættu
Sunday Sep 20, 2020
Sunday Sep 20, 2020
Lífið sjálft felur í sér áhættu. Sá sem vill enga áhættu taka hreyfir sig aldrei, gerir eins lítið og hægt er, heldur sig heima við, fer ekki út úr húsi, skapar ekkert, takmarkar samskipti við aðra eins og mögulegt er. Hægt en örugglega veslast viðkomandi upp andlega og líkamlega – verður lifandi dauður. Dauðinn einn tryggir að hægt sé að koma í veg fyrir áhættu lífsins.
Hið sama á við um samfélög og einstaklinga. Samfélag sem lokar á eða takmarkar til lengri tíma mannleg samskipti, slekkur ljósin og stöðvar hjól atvinnulífsins, molnar með tímanum að innan – hættir að vera samfélag frjálsra borgara.
Tímabundnar aðgerðir sem skerða borgaraleg réttindi kunna að vera réttlætanlegar í nafni almannaöryggis. Slíkar ráðstafanir eru neyðaraðgerðir á tímum mikillar óvissu. En þegar stjórnvöld skerða frelsi einstaklinga meira en hálfu ári eftir að óvissustigi var lýst yfir hér á landi vegna kórónuveirunnar, þá dugar ekki lengur einföld tilvísun í lög um sóttvarnir. Heimildin verður að vera skýr og afdráttarlaus í lögum og hún fæst ekki án aðkomu löggjafans, jafnvel þótt ætlunin sé að slaka á klónni hægt og bítandi. Ákvarðanir stjórnvalda þurfa að styðjast við skýran bókstafa laga og þær mega ekki ráðast af hræðslu og ótta við að takast á við áhættur lífsins.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.