Óli Björn - Alltaf til hægri

Loftlagskvíði og barneignir

November 13, 2021

Lækkandi fæðingartíðni hefur fylgt vaxandi velmegun þjóða. Að þessu leyti sker Ísland sig ekki úr, þótt þróunin hafi að nokkru verið hægari hér á landi en í nágrannalöndunum. Vísbendingar eru hins vegar um að aðrir þættir en efnahagslegir kunni að verða ráðandi í framtíðinni þegar kemur að lýðfræðilegri þróun þjóða.

Í september síðastliðnum var kynnt í læknatímaritinu Lancet niðurstaða viðamikillar rannsóknar meðal tíu þúsund ungmenna á aldrinum 16 til 25 ára í tíu löndum um loftslagskvíða og áhrif loftslagsbreytinga á líf þeirra. Niðurstöðurnar eru sláandi.

Podbean App

Play this podcast on Podbean App