Episodes
Sunday Jan 07, 2024
Með eina tösku og poka ... II. hluti
Sunday Jan 07, 2024
Sunday Jan 07, 2024
Á fyrstu árum sjötta áratug tuttugustu aldarinnar voru fá tækifæri fyrir unga menn á Sauðárkróki. Það er því skiljanlegt að tveir æskuvinir - Kári Jónsson og Haukur Stefánsson - freistuðu gæfunnar í öðru landi; Kanada.
Æskuvinirnir voru fullir tilhlökkunar og bjartsýni þegar þeir héldu utan í júní 1954. Kári segir í bréfi til vinar síns að þeir séu loksins komnir „til fyrirheitna landsins og ég get tekið það strax fram að okkur líkar dvölin vel“:
„Fólkið er hér frjálslegt og allir virðast ánægðir. Hirði ég ekki um að lísa því nánar en skal segja þér frá því þegar maður kinnist lífinu nánar. Við lifum hér hinu bezta lífi og V. Íslendingar vilja allt fyrir okkur gera...“
Ekki voru þeir eins hrifnir af New York en þar gistu félagarnir á leið sinni til Kanada og breytti engu þótt þar hafi þeir í „fyrsta sinn séð sjónvarp og fundið bragð af góðum bjór“:
„Ekki geðjast okkur af borginni, hún er ekki annað en steinn og stál og efnishyggjan virðist vera að kæfa þann litla vott sem nefna mætti líf.“
Þetta er II. hluti frásagnar af tveimur æskuvinum sem lögðust í víking til Kanada.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.