Episodes
Sunday Apr 14, 2024
Ný ríkisstjórn - áskoranir og tækifæri
Sunday Apr 14, 2024
Sunday Apr 14, 2024
Það var langt í frá sjálfgefið að ríkisstjórnarflokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri grænir, héldu áfram samstarfi í nýrri ríkisstjórn, eftir að Katrín Jakobsdóttir baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Myndun nýrrar ríkisstjórnar er aldrei einföld. Allra síst þegar fulltrúar ólíkra póla í stjórnmálum gerast samverkamenn, jafnvel þótt reynslan af rúmlega sex ára samstarfi sé í mörgu góð.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar stendur frammi fyrir mörgum áskorunum. Fyrir alla stjórnarflokkana er mikilvægt að þeim verði mætt og að árangur náist á þeim stutta starfstíma sem ríkisstjórnin hefur. Aðeins árangur réttlætir ákvörðun flokkanna um að halda samstarfinu áfram.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.