Episodes
Sunday Apr 16, 2023
Ríkið gerir flóruna fátækari
Sunday Apr 16, 2023
Sunday Apr 16, 2023
Umsvif ríkisins á innlendum fjölmiðlamarkaði gerir sjálfstæðum fjölmiðlum erfitt fyrir – kippir rekstrargrunni undan sumum miðlum og veikir möguleika annarra. Strandhögg erlenda samfélagsmiðla inn á íslenskan auglýsingamarkað gerir stöðuna enn erfiðari. Ég hef leyft mér að kalla Ríkisútvarpið fílinn í stofunni og það hefur farið fyrir brjóstið á velunnurum ríkisrekstrarins. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, hefur líkt samkeppnisrekstri ríkisins á auglýsingamarkaði við engilsprettufaraldur. Varnir einkarekinna fjölmiðla eru litlar sem engar.
Svo það sé sagt enn og aftur: Jafnræði og sanngirni eru ekki til á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Lögvernduð forréttindi ríkisins hafa leitt til þess að sjálfstæðir fjölmiðlar eru flestir veikburða, margir berjast í bökkum og því miður hafa margir siglt í strand. Það er þrekvirki að halda úti einkareknum fjölmiðlum á Íslandi.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.