Episodes
Saturday Dec 14, 2019
Ríki barnfóstrunnar
Saturday Dec 14, 2019
Saturday Dec 14, 2019
„Almenningur er fávís og því þarf að hafa vit fyrir honum og verja gagnvart sjálfum sér."
Auðvitað er þetta aldrei sagt upphátt en er þó grunnstefið í hugmyndafræði stjórnlyndra manna, sem telja nauðsynlegt að ríkið sé alltumlykjandi. Án barnfóstru ríkisins sé hætta á að einstaklingar fari sér að voða eða valdi samferðamönnum sínum skaða. Ekkert mannlegt er barnfóstrunni óviðkomandi og vandmál eru hennar sérgrein. Þetta vita hinir stjórnlyndu og við hin sitjum aðgerðalítil hjá. Stjórnsýslan, fjölmiðlar og stjórnmálin eru gegnsýrð af hugmyndafræði barnfóstruríkisins. Ekkert vandamál er of lítið og ekkert of stórt til að barnfóstran sé ekki kölluð á vettvang. Og nú þarf fóstran ekki aðeins að huga að íslenskum „kjánum“ heldur ekki síður að þeim þúsundum erlendra ferðamanna sem streyma til landsins.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.