Episodes
Friday Mar 05, 2021
Ríkishyggja og fjárhagslegt sjálfstæði
Friday Mar 05, 2021
Friday Mar 05, 2021
Mörgum finnst það merki um ómerkilegan hugsanagang smáborgarans að láta sig dreyma um að launafólk geti tekið virkan þátt í atvinnulífinu með því að eignast í fyrirtækjum, litlum og stórum. Tilraunir til að ryðja braut launafólks inn í atvinnulífið m.a. með skattalegum hvötum eru eitur í beinum þeirra.
Ég hef áður vakið athygli á því hvernig skipulega er alið á fjandskap í garð atvinnulífsins, ekki síst sjávarútvegsins. Jafnvel stjórnmálamenn, sem á hátíðarstundum segjast talsmenn öflugs atvinnulífs, falla í pólitískan forarpytt – popúlisma – og taka þátt í að kynda undir tortryggni og andúð í garð einstakra fyrirtækja eða atvinnugreina.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.