Episodes

3 days ago
Ríkisstjórn án áttavita
3 days ago
3 days ago
Ráðherrar og þingmenn ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur – samsteypustjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins – hafa frá upphafi haldið því að ríkisstjórnin væri verkstjórn, þar sem verkin tali. Stefnan sé skýr og umboð óumdeilt. Fyrstu þrjár setningar í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar eru skýrar: „Ný ríkisstjórn gengur samstíga til verka. Fyrsta verk er að ná stöðugleika í efnahagslífi og lækkun vaxta, með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Um leið mun ríkisstjórnin rjúfa kyrrstöðu og vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífi.“
Rúmum sex mánuðum síðar hefur ríkisstjórnin komið litlu í verk. Stöðugleika í efnahagslífinu er ógnað, markmið um hallalaus fjárlög næst ekki á kjörtímabilinu, skattar eru hækkaðir, verðbólga er á uppleið, vextir lækka ekki, og í atvinnulífinu halda menn að sér höndum í fjárfestingum ekki síst í sjávarútvegi og tengdum greinar. Alþingi er í uppnámi – stjórn- og skipulagsleysi einkennir allt þinghald. Alþingi er líkist fremur æfingabúðum ríkisstjórnarflokkanna í stjórnmálum en löggjafarsamkomu.
Þegar þessi þáttur er takinn upp, að morgni 10. júlí, er staðan óbreytt á þingi. Allt í hnút.
No comments yet. Be the first to say something!