Óli Björn - Alltaf til hægri

Sjálfstæði þjóðar eflist með sjálfstæði einstaklinganna

July 16, 2020

Það er hollt og nauðsynlegt fyrir alla að þekkja söguna. Stjórnmálamenn samtímans verða að skynja úr hvaða jarðvegi hugmyndir þeirra og hugsjónir eru sprottnar. Fyrir talsmenn frelsis eru skrif og ræður Bjarna Benediktssonar (1908-1970), forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, ómetanlegur hugmyndafræðilegur leiðarvísir. Þótt aðstæður breytist og viðfangsefnin einnig er enn tekist á um grunnatriði stjórnmálanna.

Bjarni var sannfærður um nauðsyn þess að rjúfa einangrun Íslands, brjóta hlekki hafna og ófrelsis og tryggja opin samskipti við aðrar þjóðir. En um leið ítrekaði hann mikilvægi þess að Íslendingar héldu tryggð við trú og menningu: „En okkur Íslendingum tjáir ekki á sama veg og flestum öðrum að treysta á mannmergðina, heldur á manndáðina. Á Íslandi þarf sjálfstæði allrar þjóðarinnar að eflast af sjálfstæði einstaklinganna.“

Podbean App

Play this podcast on Podbean App