Óli Björn - Alltaf til hægri

Sjálfstæði fjölmiðla og ríkisstyrkir

July 20, 2020

Sjálfstæðisfjölmiðlar hafa þurft að sæta því að eiga í sam­keppni við rík­is­fyr­ir­tæki, sem fær þvinguð fram­lög frá skattgreiðend­um en um leið frítt spil á sam­keppn­ismarkaði. Þrátt fyr­ir að erfið staða sjálf­stæðra fjöl­miðla hafi blasað við öll­um í mörg ár, hef­ur varðstaðan um Rík­is­út­varpið aldrei rofnað. Rík­is­út­varpið nýtur þess að vera í mjúk­um og hlýj­um faðmi stjórn­mála­manna. Meiri­hluti Alþing­is hef­ur ekki áhuga á að breyta leik­regl­un­um en virðist ein­huga í að koma frem­ur upp flóknu styrkja­kerfi fyr­ir einka­rekna fjöl­miðla, sem verða um leið háðir rík­is­vald­inu. 

Mót­sögn­in um sjálf­stæða fjöl­miðla og rík­is­styrkt­an rekst­ur þeirra sam­kvæmt ákvörðunum op­in­berra út­hlut­un­ar­nefnda og stofn­ana, blas­ir við en veld­ur fáum áhyggj­um. 

Sé vilji til þess að styrkja rekstur sjálfstæðra fjölmiðla er það best gert með lækkun skatta.

Podbean App

Play this podcast on Podbean App