Episodes
Monday Jul 20, 2020
Sjálfstæði fjölmiðla og ríkisstyrkir
Monday Jul 20, 2020
Monday Jul 20, 2020
Sjálfstæðisfjölmiðlar hafa þurft að sæta því að eiga í samkeppni við ríkisfyrirtæki, sem fær þvinguð framlög frá skattgreiðendum en um leið frítt spil á samkeppnismarkaði. Þrátt fyrir að erfið staða sjálfstæðra fjölmiðla hafi blasað við öllum í mörg ár, hefur varðstaðan um Ríkisútvarpið aldrei rofnað. Ríkisútvarpið nýtur þess að vera í mjúkum og hlýjum faðmi stjórnmálamanna. Meirihluti Alþingis hefur ekki áhuga á að breyta leikreglunum en virðist einhuga í að koma fremur upp flóknu styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla, sem verða um leið háðir ríkisvaldinu.
Mótsögnin um sjálfstæða fjölmiðla og ríkisstyrktan rekstur þeirra samkvæmt ákvörðunum opinberra úthlutunarnefnda og stofnana, blasir við en veldur fáum áhyggjum.
Sé vilji til þess að styrkja rekstur sjálfstæðra fjölmiðla er það best gert með lækkun skatta.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.