Episodes
Saturday Sep 02, 2023
Sjálfstæðisstefnan, málamiðlanir og áhrifaleysi
Saturday Sep 02, 2023
Saturday Sep 02, 2023
Markmið Sjálfstæðisflokksins er að vinna að framgangi hugsjóna og hafa áhrif á framtíð samfélagsins. Hugsjónum er erfitt að hrinda í framkvæmd án þátttöku í samsteypuríkisstjórn enda hafa kjósendur aldrei veitt stjórnmálaflokki umboð sem dugar til að mynda meirihlutastjórn eins flokks. Einmitt þess vegna höfum við þurft að rækta hæfileikann til að koma til móts við andstæð sjónarmið án þess að missa sjónar á hugsjónum. Forsenda fyrir árangri í samstarfi við aðra flokka í ríkisstjórn er að hafa burði til að gera málamiðlanir. Sá sem ekki getur gert málamiðlun án þess að missa sjónar á hugsjónum er dæmdur til áhrifaleysis.
Stjórnmálaflokkur sem berst fyrir framgangi hugsjóna – vill hrinda hugmyndum í framkvæmd – þarf stöðugt að vega og meta með hvaða hætti það er best gert.
Fjölmennasti flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var fyrir skömmu, var með skýr skilaboð til ríkisstjórnarinnar.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.