Óli Björn - Alltaf til hægri

Skattaglaðir útgjaldasinnar og uppskurður

June 14, 2020

Við sem stönd­um and­spæn­is skattaglöðum út­gjalda­sinn­um og vilj­um stíga á út­gjalda­brems­una höf­um átt í vök að verj­ast. Við glím­um við and­stæðinga sem njóta dyggs stuðnings sér­hags­muna sem telja hags­mun­um sín­um best borgið með að kerfið þenj­ist út – að hlut­falls­lega kökusneiðin sé stærri þótt kak­an sjálf kunni að vera minni.

Það þarf sterk bein og póli­tískt þrek til að stand­ast þann þrýst­ing sem gæslu­menn sér­hags­muna beita. Og þrýst­ing­ur­inn kem­ur ekki síst frá þeim sem bet­ur eru sett­ir í sam­fé­lag­inu. Þeir sem lakast eru sett­ir eru ekki há­vær­ast­ir. Hóf­semd í kröfu­gerð um auk­in út­gjöld fer ekki eft­ir fjárhagsstöðu.

Skilningur á nauðsyn þess að gæta hófsemdar í álögum á fyrirtæki og einstaklinga er takmarkaður. Við sem teljum nauðsynlegt að koma böndum á skattagleði hins opinbera þurfum auðvitað að draga fram staðreyndir. Halda því til haga að skattbyrði á Íslandi, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, er sú þriðja þyngsta í Evrópu að teknu tilliti til lífeyris- og almannatrygginga. En staðreyndir duga ekki, það þarf að setja þær í samhengi við lífskjör almennings. Við verðum að læra að setja skattheimtu og reglubyrði í samhengi við samkeppnishæfni atvinnulífsins, fjölda starfa og möguleika fyrirtækja til að standa undir góðum launum og bættum lífskjörum.

Podbean App

Play this podcast on Podbean App