Episodes
Sunday Jun 14, 2020
Skattaglaðir útgjaldasinnar og uppskurður
Sunday Jun 14, 2020
Sunday Jun 14, 2020
Við sem stöndum andspænis skattaglöðum útgjaldasinnum og viljum stíga á útgjaldabremsuna höfum átt í vök að verjast. Við glímum við andstæðinga sem njóta dyggs stuðnings sérhagsmuna sem telja hagsmunum sínum best borgið með að kerfið þenjist út – að hlutfallslega kökusneiðin sé stærri þótt kakan sjálf kunni að vera minni.
Það þarf sterk bein og pólitískt þrek til að standast þann þrýsting sem gæslumenn sérhagsmuna beita. Og þrýstingurinn kemur ekki síst frá þeim sem betur eru settir í samfélaginu. Þeir sem lakast eru settir eru ekki háværastir. Hófsemd í kröfugerð um aukin útgjöld fer ekki eftir fjárhagsstöðu.
Skilningur á nauðsyn þess að gæta hófsemdar í álögum á fyrirtæki og einstaklinga er takmarkaður. Við sem teljum nauðsynlegt að koma böndum á skattagleði hins opinbera þurfum auðvitað að draga fram staðreyndir. Halda því til haga að skattbyrði á Íslandi, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, er sú þriðja þyngsta í Evrópu að teknu tilliti til lífeyris- og almannatrygginga. En staðreyndir duga ekki, það þarf að setja þær í samhengi við lífskjör almennings. Við verðum að læra að setja skattheimtu og reglubyrði í samhengi við samkeppnishæfni atvinnulífsins, fjölda starfa og möguleika fyrirtækja til að standa undir góðum launum og bættum lífskjörum.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.